Fara í efni

Bjargráð - faglega aðstoð fyrir fjölskyldur fanga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur veitt Þjóðkirkjunni - Biskupsstofu styrk til þess að veita aðstandendum fanga faglega aðstoð. Verkefnið er tilraunaverkefni til eins árs og felur í sér að kortleggja þörfina og bjóða fjölskyldum fanga meðferð, ráðgjöf og stuðning.

Aðstandendur fanga eru í viðkvæmri stöðu og mikilvægt er að veita stuðning og ráðgjöf bæði í kjölfar þess áfalls að nákominn aðila er handtekinn, einnig meðan beðið er eftir dómi og loks ef viðkomandi hlýtur dóm, að takast á við fjarveru viðkomandi. Þegar talað er um aðstandendur er átt við m.a. foreldra, maka, börn og systkini. Verkefnið er unnið í samstarfi við fagfólk um allt land. Munu fjölskylduráðgjafar Bjargráðs setja sig í samband við viðeigandi stofnanir og einstaklinga, þar má nefna: lögreglu, fangelsismálayfirvöld, félagsþjónustu og barnavernd, sálfræðinga og presta.

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband