Endurhćfing er ćvilangt verkefni

Sigríđur Lára Sigurjónsdóttir   

„Ég var búin ađ stofna bókaforlag sem heitir Bókstafur og var komin međ einkenni örmögnunar en gerđi mér ekki grein fyrir hvađ var ađ gerast,“ segir Sigríđur Lára Sigurjónsdóttir sem hefur lokiđ samstarfi sínu viđ VIRK. Hún býr á Egilsstöđum og hóf samstarfiđ viđ VIRK sumariđ 2016.

„Ég las viđtal viđ konu sem ég rakst á á vef VIRK, í gegnum Facebook. Hún hafđi fengiđ kulnun og ţá áttađi ég mig á ađ ég vćri međ ýmis einkenni starfsţrots eđa örmögnunar. Ég hélt ađ slíkt kćmi bara fyrir fólk sem vćri í erfiđri og leiđinlegri vinnu. Ekki fólk sem ţćtti brjálćđislega gaman ađ vinnunni sinni og hefđi yfirgengilegan áhuga á öllu, en ţannig er ég,“ segir Sigríđur Lára.

Hvađ breyttist viđ ţessa uppgötvun?
„Ég var búin ađ fara til lćknis, var međ flensueinkenni sem ekki vildu fara, kvíđa og viđvarandi streitu. Ég var alltaf ađ reyna ađ gera eitthvađ í ţessu, vera duglegri ađ taka vítamín, hreyfa mig meira, breyta hinu og ţessu, en ekkert virtist ganga. En eftir ađ ég las viđtaliđ fór ég aftur til lćknis og bađ hann um ađ sćkja um fyrir mig hjá VIRK. Ég vissi ađ VIRK vćri međ ţjónustufulltrúa á Egilsstöđum. Lćknirinn sótti um fyrir mig og ég fékk viđtal viđ ráđgjafa um sumariđ. Svo hóf ég samstarf viđ VIRK, samtalsmeđferđ hjá sálfrćđingi, sjúkraţjálfun og endurhćfingu hjá StarfA um haustiđ. StarfA heitir fullu nafni Starfsendurhćfing Austurlands. Um leiđ var ég sett á langverkandi ţunglyndis- og kvíđalyf.“

Á hverju var byrjađ í endurhćfingunni?
„Mađur kemur inn í ákveđiđ prógramm sem er skipulagt af ráđgjafa hjá  StarfA. Ţar á međal sótti ég námskeiđ. Ţetta var einsog ađ vera í skóla ađ lćra á lífiđ, samhliđa ţví ađ vinna í mínum málum međ sálfrćđingi og sjúkraţjálfara. Ţađ var tekiđ á öllu sem ađ mér amađi samhliđa. Í StarfA var ég í góđum hópi fólks sem ýmist var glíma viđ kulnunareinkenni, örmögnun eđa afleiđingar af slysum eđa áföllum.“

Úrrćđin „svínvirkuđu“

Reyndust ţessi úrrćđi vel?
„Já, ţau gerđu ţađ – eiginlega „svínvirkuđu“. Ég var allan ţennan vetur í fullri endurhćfingu en var jafnframt ađ sinna fyrirtćkinu mínu. Ţegar ađrir í hópnum fóru í svokallađar vinnusmiđjur ţá vann ég áfram í Bókstaf. Svo var ég í vinnuprófun á Bókasafni Hérađsbúa. Á ţessum hinum ýmsu námskeiđum var međal annars unniđ međ félagskvíđa og markmiđasetningu hjá iđjuţjálfa. Já, og streitustjórnun! Fyrirbćri sem ég vissi ekki ađ vćri til. Ég hélt nefnilega ađ streitan vćri svo algjörlega utan frá og innbyggđ í lífiđ ađ ég gćti bara ekkert gert til ađ stjórna henni. Svo var regluleg hreyfing inni í prógramminu. Einnig var rćtt um líf og líđan í víđum skilningi. Ađ ţessu starfi komu margir kennarar, fagfólk í ýmsu, á mörgum mismunandi námskeiđum. Mér voru kenndir hlutir sem ég vissi ekki einu sinni ađ ég ţyrfti ađ lćra. Ţegar mikiđ hefur veriđ ađ gera hjá mér ţá hef ég oft sleppt hvíld og hreyfingu. Nú ţurfti ég ađ lćra ađ forgangsrađa í lífinu til ţess ađ ţađ yrđi „sjálfbćrt“. Áđur hafđi ég klárađ batteríin, varatankinn og alla orkuna mína, međ reglulegu millibili.“

Hvađa menntun hefur ţú?
„Menntun mín og kulnunarsaga eiga ađ vissu leyti samleiđ – fyrstu kulnunareinkennin eiga sér ţví rćtur nokkuđ langt aftur.

Ég er fćdd á Egilsstöđum 1974 og ólst ţar upp. Lauk stúdentsprófi frá menntaskólanum hér á Egilsstöđum 1993 og fór síđan í Háskóla Íslands 1994 í Almenna Bókmenntafrćđi, eftir ađ hafa skroppiđ einn vetur í Háskólann á Akureyri í kennaranám.

Ég held ađ ég hafi fengiđ fyrstu einkenni um örmögnun 1995, ţegar ég var á öđru ári í HÍ. Ég lauk ţó BA-prófi 1997. Svo fór ég í mastersnám og lauk mastersgráđu í Almennri bókmenntafrćđi 2004. Síđan tók ég ađra mastersgráđu í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu áriđ 2009, einnig frá Háskóla Íslands. Eftir ţađ byrjađi ég í doktorsnámi og ţađ er enn á hliđarlínunni. Ég er međ doktorsritgerđ í leikhúsfrćđi í smíđum.

Í einkalífinu gerđist margt á ţessum árum. Ég gifti mig 2006 og ţá var fyrra barn okkar skírt, seinna barniđ fćddist tveimur árum síđar. Inn á milli tók ég – ađ ţví er ég sé núna –  líklega nokkur „örmögnunarskeiđ“. En ţau gengu yfir. Ég var greind ţunglynd 1998, fékk slík einkenni öđru hverju. Ţegar ţau náđu yfirhöndinni lokađi ég mig dálítiđ inni. En ţađ er nú ţannig ađ ţegar mađur er duglegur ađ liggja í sófanum sínum og meikar ekki ađ tala viđ fólk, ţá hvílist mađur ágćtlega.

Svo komst ég á skriđ aftur og hófst sami leikurinn. Ég áttađi mig ekki á ađ ţetta vćri mynstur sem ég vćri ađ endurtaka. Ég ţurfti ađ lćra ađ endurhlađa „batteríin“ međ hvíld og hreyfingu bara helst á hverjum degi. Ég ţurfti ađ lćra ađ gera ráđ fyrir tíma til ţess í daglega lífinu, í stađ ţess ađ taka vinnuskorpur og stoppa ekki fyrr en öll orkan vćri löngu búin og ekkert eftir nema geđvonskan.“

Mađur er aldrei í friđi fyrir sjálfum sér

Hvenćr fluttir ţú til Egilsstađa?
„Áriđ 2012 fluttum viđ fjölskyldan í Egilsstađi. Ţá fékk ég starf sem verkefnastjóri sviđslista, tímabundna stöđu viđ Menningarmiđstöđ Fljótsdalshérađs og Menntaskólans á Egilsstöđum. Sú ráđning var til eins og hálfs árs. Ţegar ţví lauk í ársbyrjun 2014 fór ég ađ undirbúa stofnun bókaútgáfunnar Bókstafs. Ţađ var afskaplega skemmtilegt. Bókstafur er reyndar enn í gangi ţótt viđ séum ekki međ skrifstofu lengur.

Undirbúningur ađ stofnun Bókstafs var töluvert álag. Viđ vorum nokkrir frumkvöđlar saman á hćđ í húsi, fyrirbćri sem er til húsa á gömlu Kaupfélagsskrifstofunni á Egilsstöđum og kallast Hugvangur, mest fólk sem var ađ reka sprotafyrirtćki. Viđ töluđum stundum um ađ viđ vćrum međ ömurlegustu yfirmenn í heimi – okkur sjálf – mađur er aldrei í friđi fyrir sjálfum sér.

Í byrjun árs 2015 hóf Bókstafur starfsemi sína og rúmu ári síđar, í febrúar 2016, fékk ég flensu sem ekki gekk yfir á eđlilegan máta. Einkennin voru viđvarandi ţangađ til um sumariđ. Ónćmiskerfiđ mitt virtist endanlega hafa sagt upp störfum. Ţetta lagađist ekki fyrr en um sumariđ. Ég fór á tvćr ráđstefnur út af öđrum málum og skyldi Bókstafsstarfiđ eftir heima – ţá lagađist ţetta. Um haustiđ var ég svo komin í samstarf viđ VIRK og jafnframt formlegt veikindaleyfi „frá lífinu“ má segja.“

Komin í alvöru vinnu međ laun

Hvernig líđur ţér núna?
„Heyrđu – ţetta gengur rosalega vel. Ég var hjá VIRK fram á haust 2017, ţá var ég ađ skilja. Vegna ţess fékk ég ađeins lengri tíma til ađ jafna mig. Fékk ađ hitta áfram ráđgjafa VIRK og sálfrćđinginn minn ađeins lengur en til stóđ.

Síđan gerđist ţađ í ársbyrjun 2018 ađ fékk ég vinnu hjá Austurbrú í frćđslumálum. Austurbrú er öđrum ţrćđi ţekkingarnet á Austurlandi, og ţar sinni ég námskeiđahaldi og ýmsu sem tengist menntamálum, próftöku háskólanema í fjarnámi og fleiru. Nú er ég sem sagt komin í alvöru vinnu međ laun og hvađeina. Stađan er ţví góđ. Ég var á sínum tíma sett á ţunglyndis- og kvíđalyf en hef sleppt ţeim ađ ráđi lćknis og virđist komast upp međ ţađ.

Ađalmáliđ er samt kannski ađ gleyma ekki ţví sem ég lćrđi í endurhćfingunni. Ţetta er ćvilangt verkefni. Taka ekki vinnuna međ mér heim. Taka ekki heimiliđ međ mér í vinnuna. Viđ erum tvćr sem vorum saman í endurhćfingunni sem reynum enn ađ hittast og hreyfa okkur allavega einu sinni í viku. En auđvitađ fer örmögnunin kannski aldrei alveg. Ţetta er svolítiđ eins og ađ vera sími međ lélegt batterí. Suma daga er mađur bara kominn niđur í 50% um leiđ og mađur tekur úr sambandi. En mér hefur gengiđ vel ađ vera ekki ađ burđast međ streitu, ţótt ég sé alveg örugglega ekki ađ gera allt fullkomlega í lífinu… hvernig sem mćlikvarđinn á ţví á nú ađ vera.“

Texti: Guđrún Guđlaugsdóttir

Lestu fleiri reynslusögur einstaklinga hér.


Svćđi

  • Guđrúnartún 1 | 105 Reykjavík
  • sími 535 5700
  • Kt. 440608-0510
  • virk@virk.is

Opnunartími skrifstofu: 9:00 - 16:00 (15:00 á föstudögum)