VIRKT fyrirtæki
Gott samstarf við fyrirtæki er grundvöllur farsællar atvinnutengingar. Atvinnulífstenglar VIRK gegna lykilhlutverki í því að tengja einstaklinga við fyrirtæki eða stofnanir út frá óskum beggja og aðstoða einstaklinginn, en ekki síður vinnustaðinn, við aðlögun og endurkomu til vinnu.
Hugmyndir hafa verið uppi hjá atvinnulífstenglum VIRK um að veita þeim fyrirtækjum og stofnunum sem sinna samstarfinu sérlega vel og sýna samfélagslega ábyrgð, sérstaka viðurkenningu og hvetja þannig önnur fyrirtæki til góðra verka.
Nú er þessi hugmynd orðin að veruleika og viðurkenningin VIRKT fyrirtæki var veitt í fyrsta sinn ársfundi VIRK 25. apríl og stefnt er að því að gera það árlega. Viðurkenning er veitt til þeirra fyrirtækja sem skara fram úr samstarfinu við atvinnutengingu og VIRK.
Að þessu sinni hlutu 13 fyrirtæki og stofnanir tilnefningu og á ársfundi VIRK var tveimur þeirra; Össur Iceland og Vista, veitt viðurkenning sem VIRKT fyrirtæki 2023.
Tilefnd sem VIRKT fyrirtæki 2023
- A4
- BL
- Heilbrigðisstofnun Norðurlands - Húsavík
- Heilbrigðisstofnun Suðurlands - Selfossi
- Heilsuvernd hjúkrunarheimili ehf. - Akureyri
- Hrafnista - Sléttuvegi/Laugarási/Reykjanesbæ
- iClean
- Símstöðin
- Torg
- Veðurstofa Íslands
- Vista verkfræðistofa
- Þjónustukjarninn Suðurgötu, Reykjanesbær
- Össur Iceland