Fara í efni

Fjöldi einstaklinga á öroku og endurhæfingarlífeyri og virkni ungs fólks

Til baka

Fjöldi einstaklinga á öroku og endurhæfingarlífeyri og virkni ungs fólks

Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir sérfræðingur hjá VIRK

Árið 2015 voru um 18 þúsund einstaklingar á örorku- eða endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR). Á síðustu 20 árum hefur örorkulífeyrisþegum hér á landi fjölgað um 11 þúsund. Á árinu 1986 voru örorkulífeyrisþegar um 2,3% af mannfjölda 18-66 ára, á árinu 1995 voru þeir 4,3% og á árinu 2015 voru örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar 8,5% af mannfjölda 18-66 ára.

Ef útgjöld vegna örorku eru borin saman milli landa má sjá á mynd 1 að þróunin á Íslandi hefur verið með nokkuð öðrum hætti en á hinum Norðurlöndunum, í Bretlandi og Hollandi. Árið 1995 var Ísland með lægstu útgjöldin en þau hafa aukist stöðugt. Við erum nú jöfn Dönum og aðeins Norðmenn eru með hærri útgjöld en þeir eru með langhæstu útgjöldin.

 

Ef litið er á útgjöld vegna örorku sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) er svipaða mynd að sjá (mynd 2). Ísland var meðal þeirra landa með lægsta hlutfallið árið 1995 en árið 2014 var hlutfall útgjaldanna orðið hæst meðal landanna í samanburðinum. Á myndinni má sjá að t.d. Finnum, Svíum og Hollendingum hefur orðið töluvert ágengt við að ná niður útgjöldum vegna örorku. Hér ber þó að hafa þann fyrirvara að vandasamt er Árið 2015 voru um 18 þúsund einstaklingar á örorku- eða endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR). Á síðustu 20 árum hefur örorkulífeyrisþegum hér á landi fjölgað um 11 þúsund. Á árinu 1986 voru örorkulífeyrisþegar um 2,3% af mannfjölda 18-66 ára, á árinu 1995 voru þeir 4,3% og á árinu 2015 voru örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar 8,5% af mannfjölda 18-66 ára. Ef útgjöld vegna örorku eru borin saman milli landa má sjá á mynd 1 að þróunin á Íslandi hefur verið með nokkuð öðrum hætti en á hinum Norðurlöndunum, í Bretlandi og Hollandi. Árið 1995 var Ísland með lægstu útgjöldin en þau hafa aukist stöðugt. Við erum nú jöfn Dönum og aðeins Norðmenn eru með hærri útgjöld en þeir eru með langhæstu útgjöldin. að gera samanburð milli landa þegar kemur að þessum málum þar sem bótakerfin eru ólík. T.d. má benda á að atvinnuþátttaka er meiri á Íslandi en víðast annars staðar og atvinnuleysi minna.

 

Ef skoðaður er fjöldi örorkulífeyrisþega í nokkrum ríkjum á árunum 2006 til 2013 má sjá að sumum þeirra hefur tekist að stemma stigu við fjölgun þeirra. Mynd 3 sýnir fjölda öryrkja sem hlutfall af mannfjölda í aldurshópnum 15-64 ára.

 

Virkni ungs fólks

Í skýrslu OECD frá árinu 2016, er ungt fólk og virkni þess sérstaklega tekið fyrir. NEET (Not in Employment, Education or Training) er nokkuð athyglisverður vísir, sem unninn er um fólk á aldrinum 15-29 ára. Hann sýnir hve stór hluti hópsins er atvinnulaus eða óvirkur af öðrum ástæðum, þ.e. hvorki í vinnu né námi/þjálfun.

Samkvæmt þessum vísi er Ísland með mesta virkni ungs fólks af öllum löndum OECD og er mjög jákvætt að aðeins 6,2% í aldurshópnum eru óvirk. Í Hollandi, sem kemur næst okkur, eru 7,8% óvirk. Meginástæða óvirkni hjá ungu fólki í flestum löndum er atvinnuleysi. Á Íslandi var það hlutfall 2,2% árið 2015 en var hæst í Grikklandi 17,8%. Óvirkni af öðrum sökum en atvinnuleysi er einnig lægst á Íslandi, eða 3,9%. Á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall frá 4,8% (Svíþjóð) til 7,7% (Finnland) en þar er hlutfall öryrkja af aldurshópnum samt mun lægra en á Íslandi eða um 2% af aldurshópnum í hinum löndunum miðað við hátt í 4% á Íslandi (Heimild NOSOSKO).

Það er athyglisvert að skoða þróunina yfir nokkur ár. Hlutfall óvirkra, af öllum í aldurshópnum 15-29 ára, fór lækkandi fram að fjármálakreppunni 2008-2009 en jókst þá mikið, aðallega vegna aukins atvinnuleysis hjá ungu fólki. Í þeim sjö löndum sem sjást á mynd 4 hefur aftur dregið úr óvirkni í þeim flestum nema í Finnlandi þar sem bæði atvinnuleysi og óvirkni af öðrum sökum hefur verið að aukast. Á Íslandi varð kúfur á óvirkninni árin 2009 og 2010 þegar atvinnuleysi jókst í kjölfar fjármálahrunsins. Á myndinni sést að batinn hefur verið nokkuð stöðugur þótt ekki hafi náðst sama virkni og fyrir hrun. Á árinu 2007 var atvinnuleysi ungmenna aðeins 1,6% og óvirkni af öðrum sökum 3,4%. (Mynd 4)

 

Frá 2007 til 2015 hefur óvirknin aukist í flestum löndum eins og sjá má í mynd 5. Víðast vegna þess að atvinnuleysi ungs fólks hefur aukist en þó nokkur aukning á óvirkni af öðrum orsökum hefur orðið, t.d. í Danmörku, Finnlandi, á Írlandi og Ítalíu. Fyrir OECD í heild var óvirknin alls árið 2015 14,6% en það svarar til þess að um 40 milljónir ungmenna í aðildarlöndum OECD hafi verið óvirk, þ.e. hvorki í vinnu, námi eða þjálfun. Þar af 5,9% vegna atvinnuleysis og 8,7% af öðrum ástæðum. Óvirknin hafði aukist um 1,1% frá 2007, aðallega vegna aukins atvinnuleysis ungs fólks. Í niðurstöðum skýrslu OECD kemur m.a. fram að milli áranna 2007 og 2015 hafi 10% starfa ungs fólks horfið og á Spáni og í Grikklandi fækkaði ungum í starfi um helming. Mest var fækkunin hjá þeim sem höfðu litla menntun og eru þeir sem aðeins hafa lokið grunnskóla þrisvar sinnum líklegri til að vera óvirkir en þeir sem hafa háskólamenntun. Ungar konur eru 1,4 sinnum líklegri til að verða óvirkar en menn og er það rakið til þess að þær annist börn og aðra fjölskyldumeðlimi á heimilinu sem aftri þeim frá því að sækja vinnu eða menntun. Sérstaklega er bent á bága stöðu einstæðra mæðra og nauðsyn þess að byggja gott kerfi leikskóla svo þeim verði gert kleift að vinna eða stunda nám.

 

Fjármálakreppan árin 2008-2009 í flestum löndum OECD bitnaði hart á ungu fólki. Efnahagsbatinn sem orðið hefur síðan þá hefur ekki dugað til að koma unga fólkinu, sérstaklega þeim með litla menntun, aftur til vinnu. Helsta áskorun fyrir stjórnvöld á komandi árum er að móta stefnu sem hvetur ungt fólk til að afla sér þeirrar faglegu þekkingar sem það þarf á vinnumarkaði og hjálp fyrir þá sem eru óvirkir að yfirstíga hindranir til menntunar og atvinnu.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur einnig fram að þeir sem fæddir eru í öðru landi, þeir sem eiga atvinnulausa foreldra eða foreldra með litla menntun eru líklegri til að verða óvirkir. Flest ungt fólk verður aldrei óvirkt en 20% hefur verið langtímaóvirkt, þ.e. óvirkt í eitt ár eða lengur. Það er langtímaóvirknin sem hafa þarf áhyggjur af og með öllum ráðum koma í veg fyrir svo hún verði ekki að varanlegu ástandi einstaklinganna.

Í löndum, þar sem fjármálakreppan var djúp, er hlutfall langtímaóvirkra hæst, s.s. á Spáni, Ítalíu og í Grikklandi og hærra meðal kvenna, þeirra með litla menntun og þeirra sem glíma við heilsubrest. Óvirkir segjast síður hamingjusamir, bera minna traust til samfélagsins og hafa minni áhuga á stjórnmálum auk þess að félagsleg samheldni er minni en hjá virkum ungmennum. Helstu leiðir til að koma í veg fyrir óvirkni er samkvæmt OECD að koma í veg fyrir brottfall úr skólum, snemmbær inngrip ef nemendur sýna félagsleg eða heilsufarsleg vandamál, áhugahvetjandi eftirfylgni við útskrifaða nema og efling verknáms.

Greinin birtist í ársriti VIRK 2017 - sjá fleiri áhugaverðar greinar úr ársritinu hér.

Heimildaskrá

Eurostat, ESSPROS. Sótt gagnagrunninn á: http://ec.europa.eu/eurostat/data/database

Nososko, gagnagrunnur Norrænu velferðarnefndarinnar: http://nowbase.org/da/database

OECD Society at a Glance 2016. Sótt á: http://www.oecd-ilibrary.org/social-issues-migration-health/society-at-a-glance_19991290


Fréttir

23.06.2022
20.06.2022

Hafa samband