Ţetta er allt annađ líf

Ragnheiđur Hannesdóttir

Ţegar vinkona Ragnheiđar Hannesdóttur sá ađ hún var viđ ţađ ađ detta út af vinnumarkađnum vegna andlegrar vanlíđunar hvatti hún hana til ţess ađ leita eftir ađstođ hjá ráđgjafa stéttarfélags síns.

,,Mér leiđ óskaplega illa og var eiginlega orđin ţunglynd án ţess ađ ég gerđi mér grein fyrir ţví. Vinkona mín sá ţađ hins vegar. Hún vinnur á sama stađ og Ágústa Guđmarsdóttir, ráđgjafi í starfsendurhćfingu hjá stéttarfélögunum á Suđurlandi. Ţćr voru ađ tala um ađ hćtta vćri á ađ ég dytti út af vinnumarkađnum fengi ég ekki hjálp. Vinkona mín hvatti mig til ţess ađ tala viđ Ágústu sem bjargađi mér alveg. Mér finnst ţađ frábćrt framtak ađ koma svona ţjónustu á,“ leggur Ragnheiđur áherslu á.

Hún kveđst hafa átt erfitt vegna fíkniefnaneyslu sonar síns. ,,Ţetta er búiđ ađ vera rosalega erfitt en ég hef alltaf veriđ ţađ hörđ af mér ađ ég hef mćtt í vinnu, alveg sama hvađ hefur plagađ mig.“

Ragnheiđur, sem hefur starfađ í íţróttamiđstöđinni í Ţorlákshöfn í um ţađ bil tvö ár, segist hafa veriđ afar ţakklát vinkonu sinni fyrir ađ hafa gripiđ í taumana. ,,Viđ getum alltaf sagt allt hvor viđ ađra ţannig ađ ég tók ţađ alls ekki stinnt upp ţegar hún sagđist hafa áhyggjur af mér og ađ ég yrđi ađ leita mér hjálpar. Ég fór ađ hugsa ađ ţađ vćri líklega alveg rétt hjá henni ađ ég ţyrfti ađstođ.“

Hringdi hvorki í fólk né heimsótti

Ađ sögn Ragnheiđar var hún farin ađ loka sig af, eins og hún orđar ţađ. ,,Ég var alltaf heima fyrir utan ţćr stundir sem ég var í vinnunni. Ég umgekkst bara ţá sem ég ţurfti og leitađi ekki eftir neinum samskiptum viđ ađra. Ég hringdi hvorki í fólk né heimsótti ţađ ađ fyrra bragđi. Tilhugsunin um slíkt var eins og tilhugsunin um ađ ţurfa ađ klífa heilt fjall. Svona var illa komiđ fyrir mér í haust ţótt ég gerđi mér enga grein fyrir ástandinu fyrr en vinkona mín benti mér á ţađ. Ţegar ég lít til baka held ég ađ ţetta ástand hafi veriđ búiđ ađ vara í nokkur ár ađ meira eđa minna leyti. “

Ragnheiđur fékk viđtalstíma hjá Ágústu ráđgjafa og segir hún samtöl ţeirra hafa gert sér mjög gott. ,,Viđ rćddum um vandamál mín. Fjármálin mín voru til dćmis öll komin í rugl eins og annađ í lífi mínu. Um ţetta leyti var fjármálanámskeiđ ađ byrja á vegum stéttarfélaganna sem ég tók ţátt í. Mér tókst ađ koma fjármálunum mínum alveg í lag og ţetta gerđi mér allt svo gott ađ ţađ er ekki hćgt ađ lýsa ţví.“

Auk ţessarar ađstođar fékk Ragnheiđur tíma hjá sálfrćđingi. ,,Ég fór einu sinni í viku um sex vikna skeiđ til sálfrćđings í Reykjavík. ,,Sálfrćđingurinn leiđbeindi mér viđ ađ vinna úr reiđinni sem hafđi búiđ um sig hjá mér. Ég var reiđ út í strákinn minn og almennt reiđ út í lífiđ og tilveruna. Ţegar mađur er fullur af reiđi er ekki pláss fyrir neitt annađ. Ţađ er ekki pláss fyrir hiđ góđa.“

Eins og ný manneskja

Núna líđur Ragnheiđi miklu betur, ađ ţví er hún greinir frá. ,,Ég er alveg endurnćrđ. Ég er eins og ný manneskja. Mér var fariđ ađ leiđast svo mikiđ í vinnunni en nú finnst mér gaman ađ starfa í íţróttamiđstöđinni og hugsa um hvađ ég sé heppin ađ hafa svona góđa vinnu. Ég er orđin miklu ţakklátari og kann ađ meta lífiđ miklu betur, heldur en áđur. Ţađ koma ađ vísu dagar sem mér líđur ekki sem best en ţađ er ţá af ţví ađ ég ţarf ađ hvíla mig. Ég fer stundum fram úr sjálfri mér en slíkir dagar eru miklu fćrri en áđur. Ţetta allt annađ líf.“

Ragnheiđur er full ţakklćtis vegna ţjónustunnar sem hún fékk á vegum Starfsendurhćfingarsjóđs. ,,Ég er afar ţakklát. Ég vona bara ađ sem flestir fái upplýsingar um Starfsendurhćfingarsjóđ og ţá frábćru ţjónustu sem hann veitir. Ţegar fólk er orđiđ jafnilla haldiđ og ég var síđastliđiđ haust ţá finnur ţađ engin úrrćđi sjálft.“

Lestu fleiri reynslusögur einstaklinga hér.


Svćđi

  • Guđrúnartún 1 | 105 Reykjavík
  • sími 535 5700
  • Kt. 440608-0510
  • virk@virk.is

Opnunartími skrifstofu: 9:00 - 16:00 (15:00 á föstudögum)