Sofnar ekki á verđinum

Ţröstur Árnason

Ég fékk hjartaáfall í maí áriđ 2006. Ţegar ég var orđinn vinnufćr eftir ţađ sneri ég aftur í gamla starfiđ mitt. Vinnuveitandinn skildi vel ađ ég yrđi ađ fara mér rólega. Í ársbyrjun 2008 voru hins vegar lagđar á mig auknar skyldur og ábyrgđir ţrátt fyrir ađ ég segđist ekki geta bćtt ţeim á mig heilsunnar vegna, enda langt í frá ađ ég hefđi náđ fyrri kröftum. Ţetta fór ađ valda mér meiri streitu, kvíđa, ţreytu og svefnleysi. Í janúar 2009 fékk bróđir minn hjartaáfall og lést. Skyndilegur dauđi hans varđ mér mikiđ áfall og ég ákvađ ađ nú yrđi ég ađ draga úr álaginu. Ég tók ţá ákvörđun í lok janúar 2009 í samráđi viđ lćkni ađ segja starfi mínu lausu, ţar sem ég taldi mig ekki eiga annarra kosta völ.“

Margir lýstu áhyggjum sínum vegna ţessa, enda ekki hlaupiđ ađ ţví ađ finna ađra vinnu á ţessum tímum. „Ţađ var einfaldlega ekki um annađ ađ rćđa; ég varđ ađ hugsa um sjálfan mig.“

Jafnvel bestu bönd bresta

Ţröstur Árnason glímir enn viđ eftirköst hjartaáfallsins. Hann getur ekki unniđ myrkranna á milli, eins og hann gerđi árum saman. Hann vann hjá Sam-bíóunum í 27 ár og ber vinnuveitandanum vel söguna, en segir í gamni ađ jafnvel bestu hjónabönd geti brostiđ međ tímanum. „Ég var ţarna frá ţví ađ ţetta var smáfyrirtćki og ţar til ţetta var stćrsta bíófyrirtćki landsins,“ segir Ţröstur. Hann byrjađi sem sýningarstjóri og vann ţá á kvöldin og um helgar. Svo bćttust viđ ýmis verkefni og vinnudagur Ţrastar lengdist sem ţví nam.

Hann var enn heima í sjúkraleyfi í ágúst 2009, en farinn ađ huga ađ nýju starfi, ţegar Sigrún Sigurđardóttir, ráđgjafi í starfsendurhćfingu hjá Rafiđnađarsambandinu, hafđi samband viđ hann og sagđi honum af VIRK. „Ég hafđi vonast til ađ atvinnulífiđ yrđi komiđ í gang međ haustinu, en ţar hafđi lítiđ breyst. Ţegar ég settist niđur međ Sigrúnu var ađ vísu búiđ ađ bjóđa mér tímabundiđ starf sem sýningarstjóri í kvikmyndahúsi,  á međan sýningarstjórinn ţar vćri í veikindaleyfi. Ég tók ţví starfi, en ákvađ samt ađ ţiggja ráđgjöf Sigrúnar.“

Ómetanleg ađstođ

Ţröstur segist ekki hafa heyrt af VIRK fyrr en Sigrún hafđi samband viđ hann. „Ég er sjálfur í stjórn stéttarfélags, en stofnun sjóđsins hafđi samt fariđ framhjá mér. Sigrún lýsti fyrir mér tilgangi sjóđsins og hverjum hann ćtti ađ ţjóna. Svo fór hún vandlega yfir starfsferil minn međ mér, hvađ varđ til ađ ég hćtti, hvađa möguleika ég ćtti og hvađa úrrćđi ég gćti nýtt mér.“
Hann segir ađstođ Sigrúnar hafa veriđ ómetanlega. „Ég var á sjúkradagpeningum, en átti rétt á atvinnuleysisbótum ţegar ţćr greiđslur hćttu og fram ađ ţeim tíma ţegar ég fór í tímabundna starfiđ. Mér var hins vegar synjađ um atvinnuleysisbćtur af ţví ađ ég sagđi sjálfur upp störfum. Ţó var ljóst ađ ég neyddist til ađ segja upp vegna veikinda; annars hefđi ég tćpast fariđ frá ţessum ágćta vinnustađ. Ţetta var svo leiđrétt og ég fékk bćturnar.“

Hjá Sam-bíóunum hafđi Ţröstur međal annars unniđ töluvert viđ bókhald og launaútreikninga. „Um tíma reiknađi ég út laun 170 starfsmanna og ég gćti vel hugsađ mér ađ vinna slík störf í framtíđinni. Ég hef töluverđa reynslu, en enga pappíra um ţessa ţekkingu mína. Sigrún benti mér á ýmis námskeiđ og ég fór og hitti námsráđgjafa hjá Tölvu- og verkfrćđiţjónustunni. Niđurstađan varđ sú, ađ ég skráđi mig á námskeiđ ţar í hagnýtu bókhaldi. Sigrún sagđi mér ađ ég gćti sótt um styrk til námsins sem ég gerđi og ţađ gekk eftir.“

Léttari og jákvćđari

Ţröstur lćtur afskaplega vel af ráđgjöfinni. „Sigrún studdi vel viđ bakiđ á mér og hjálpađi mér alltaf ţegar ég kom ađ einhverjum hindrunum. Hún gćtti ţess ađ ég sofnađi ekki á verđinum. Ţađ er mjög mikilvćgt ađ eitthvađ taki viđ ţegar sjúkraleyfinu sleppir. Stofnun VIRK Starfsendurhćfingarsjóđs var mjög jákvćtt skref og hefđi í raun átt ađ vera búiđ ađ koma slíkri starfsemi á fyrir löngu. Strax í fyrsta viđtalinu fann ég fyrir miklum létti og ég fór ţađan mun jákvćđari en áđur.“

Ţótt Ţröstur sé jákvćđur og bjartsýnn gerir hann sér grein fyrir ađ hann verđur ađ lćra ađ lifa međ hjartveikinni. „Ég fann fyrir einkennum í desember og ţađ stressađi mig óneitanlega mjög mikiđ. Ég verđ ađ lćra ađ lifa međ ţeim ótta. Ég er feginn ţví ađ ég ákvađ ađ hćtta í starfi, ţar sem álagiđ var of mikiđ. Núna ćtla ég ađ einbeita mér ađ ţví ađ ljúka bókhaldsnáminu og reyna svo ađ fá starf ţar sem ég get nýtt ţá ţekkingu.“

Ţröstur starfar nú sem bókari á skrifstofu hjá endurskođanda ásamt ađ sinna hlutastarfi sem sýningarstjóri í Llaugarásbíói.

Lestu fleiri reynslusögur einstaklinga hér.


Svćđi

  • Guđrúnartún 1 | 105 Reykjavík
  • sími 535 5700
  • Kt. 440608-0510
  • virk@virk.is

Opnunartími skrifstofu: 9:00 - 16:00 (15:00 á föstudögum)