Núna hlakka ég til framtíđarinnar

Hjördís Ţorkelsdóttir

„Mig langađi ađ verđa aftur virkur ţátttakandi í lífinu, en ég gat ekki lengur gegnt gamla starfinu mínu. Stéttarfélagiđ mitt benti mér á VIRK Starfsendurhćfingarsjóđ og ţótt ég vissi lítiđ hvađa hlutverki hann gegndi ţá fannst mér ekki saka ađ tala viđ ráđgjafa. Mig grunađi ekki ađ ég fengi svona mikla ađstođ. Ráđgjafinn fór bókstaflega yfir allt međ mér; hvort mig langađi ađ mennta mig meira, ég fékk ađstođ viđ ađ byrja í líkamsrćkt, geđhjúkrunarfrćđingur kemur í heimsókn til mín vikulega, fjármál fjölskyldunnar voru tekin í gegn og svona mćtti lengi telja. Í mínu tilviki virđist hreinlega enginn vandi, sem ţessir ráđgjafar geta ekki hjálpađ mér ađ leysa úr. Ţađ er algjörlega ómetanlegt ađ fá svona hjálp.“

Hjördís E. Ţorkelsdóttir er rúmlega fertug, gift og fjögurra barna móđir. Hún starfađi sem sjúkraliđi á Hrafnistu í Hafnarfirđi, en ţegar gigtarsjúkdómur fór ađ herja á hana varđ hún ađ hćtta störfum. Hún hafđi líka fengiđ taugaáfall áriđ 2005, en segir ađ ţótt hún hafi vissulega fengiđ ađstođ ţá hafi eftirfylgnin ekki veriđ nein. „Eftir langvarandi erfiđleika, sem tengdust áhyggjum af fjölskyldunni, fjárhagnum og versnandi heilsufari, fékk ég annađ áfall í febrúar 2009. Ég hvarf af vinnumarkađi og satt best ađ segja leit ekki út fyrir ađ ég ćtti greiđa leiđ í annađ starf. Kristín Á. Guđmundsdóttir, formađur Sjúkraliđafélagsins, benti mér á VIRK og sagđi ađ ţar gćti ég fengiđ hjálp til ađ komast af stađ á ný.“

Aftur á skólabekk

Hjördís hitti ráđgjafa fyrst í október 2009. „Ţađ var tekiđ afskaplega vel á móti mér. Ég skýrđi frá stöđu minni og ráđgjafarnir, Soffía og Karen, spurđu mig mjög ítarlega út í alla hluti. Ađstođ ţeirra var frábćr og ég var strax miklu sporléttari eftir fyrstu heimsóknina. Ég hafđi til dćmis gćlt viđ ađ fara í nám og var ţá alltaf ađ íhuga nám sem tengdist sjúkraliđastarfinu, til dćmis iđjuţjálfun eđa hjúkrunarfrćđi. Hins vegar fann ég ađ ég hafđi ekki nćgan áhuga á ţessum fögum. Í viđtölunum hjá ráđgjöfunum tókst mér ađ greina betur hvađ ég raunverulega vildi. Ráđgjafarnir fóru líka yfir nám mitt fram á ţennan dag, árin sem ég var í Menntaskólanum viđ Sund og í sjúkraliđanáminu og ţá kom í ljós ađ ég á mjög stutt eftir í stúdentspróf. Sjálf hafđi ég haldiđ ađ ég ćtti 2-3 annir eftir, en nú veit ég ađ mér nćgir ađ setjast á skólabekk í eina önn. Og ţegar stúdentsprófiđ er í höfn ćtla ég ađ fara í sálfrćđi viđ Háskóla Íslands. Ég hlakka óskaplega mikiđ til ađ byrja í námi aftur. Ţađ er langt síđan ég hef hlakkađ svona mikiđ til einhvers.“

Margvísleg ađstođ

Hjördís ćtlar ekki ađeins ađ huga ađ námi, ţví líkaminn ţarf einnig ađ styrkjast. „Ráđgjafarnir útveguđu mér ţriggja mánađa kort í Sporthúsinu og ţar tók ţjálfari á móti mér og útskýrđi hvađ ég ţyrfti ađ gera til ađ styrkjast og léttast. Ţennan ţjálfara hitti ég alls sex sinnum, til ađ fara yfir prógrammiđ sem hann fól mér ađ vinna eftir og rćđa um árangurinn.

Svo fengum viđ hjónin fjármálaráđgjöf. Ţótt stađan sé slćm, ţá létti okkur báđum mjög viđ ađ fá nákvćma úttekt á ţví hver hún raunverulega er. Núna vitum viđ hvađ ţarf ađ gera, horfumst í augu viđ vandamálin og tökumst á viđ ţau í sameiningu. Ţetta skiptir okkur bćđi miklu máli. Ég veit ađ mađurinn minn var orđinn mjög ţjakađur af fjárhagsáhyggjum, en samt ćtlađi hann ekki ađ fást til ađ koma međ mér í ráđgjöfina. Ţađ eru auđvitađ ţung spor fyrir marga. En hann kom nú samt og sér ekki eftir ţví. Viđ sátum fimm daga námskeiđ, ţar sem fariđ var yfir ýmis grunnatriđi og svo fengum viđ sérstaka ráđgjöf. Ţar var fariđ ítarlega í saumana á fjármálum okkar, en mannlegi ţátturinn gleymdist ekki, ţví viđ fengum líka ađstođ viđ ađ skilja ţau áhrif, sem fjárhagsvandinn hafđi á tilfinningar okkar. Svo fengum viđ ađstođ viđ ađ semja ţau bréf sem ţurfti til ađ koma fjármálunum í réttan farveg.“

Börnin nćm á líđan

Börnin finna vel ađ mömmu ţeirra líđur betur. „Ţau eru nćm á líđan manns og um leiđ og ég styrkist, styrkjast ţau. Ég hef sjálf gert mér grein fyrir ađ ég er einstaklingur međ eigin ţarfir. Áđur var ég alltaf ađ hugsa um ađra og vanrćkti sjálfa mig algjörlega. Ţađ varđ til ţess ađ ég var ađ niđurlotum komin og auđvitađ var enginn styrkur í mér í ţannig ástandi.“

Hjördís fer einu sinni í viku til Soffíu og Karenar. „Stuđningur ţeirra er ómetanlegur, í stóru sem smáu. Karen lćtur mig til dćmis skipuleggja tíma minn, sem ég hef aldrei gert áđur, til ađ ég verđi tilbúin í námiđ. Ég veit líka ađ ţćr sleppa ekkert af mér hendinni, ţótt ég ljúki stúdentsprófinu. Ţćr ćtla til dćmis ađ ađstođa mig viđ ađ sćkja um háskólanámiđ. Ég veit líka ađ ţćr geta veitt góđ ráđ um námslán, sem ég ţarf hugsanlega ađ taka ţegar í Háskólann er komiđ. Núna fć ég endurhćfingarlífeyri, af ţví ađ ég get ekki lengur starfađ í mínu fagi.“

Í góđum höndum

Hjördís segist hafa veriđ heppin ađ fá ábendingu um starf VIRK. „Ţađ var frábćrt ađ lenda í svona góđum höndum. Ég vona ađ sem flestir eigi ţess kost, ef ţeir ţurfa svona stuđning. En ég veit ađ margir ţekkja ekkert til ţessa starfs. Vinir mínir hváđu margir ţegar ég sagđi ţeim af VIRK og höfđu aldrei heyrt á hann minnst. Lćknirinn minn var einn ţeirra sem hafđi enga hugmynd um ađ ég gćti fengiđ ţessa ađstođ. Ég hef áhyggjur af ţví fólki, sem missir vinnuna eđa verđur ađ hćtta ađ vinna af einhverjum orsökum og veit ekki af ţessum möguleika. Sumir eru ekki í nćgilega góđu sambandi viđ stéttarfélagiđ sitt, sem gćti bent á ţetta.“

Uppbygging og tilhlökkun

Hún segir líđanina hafa batnađ um leiđ og hún fór ađ hitta ráđgjafana. „Meira ađ segja áđur en ég var farin ađ móta líf mitt upp á nýtt leiđ mér miklu betur. Ráđgjafarnir höfđu lag á ađ byggja mig upp og núna hlakka ég til framhaldsins. Ef ég hefđi ekki fengiđ ţessa ađstođ vćri ég áreiđanlega föst í sama dođanum og fyrr; ég fann ekki fyrir neinu nema ţá helst vonleysinu. Og ég veit ađ ég hefđi ekki getađ gert ţetta allt ein og óstudd; athugađ stöđuna í náminu, fariđ ađ stunda rćktina eđa á fjármálanámskeiđ. Ég var alltaf svo kvíđin, ađ ég reyndi meira ađ segja ađ forđast ađ tala viđ nokkurn mann í símann. Áđur var ég alltaf svo félagslynd, en undanfarin ár hef ég helst viljađ vera heima. Núna hlakka ég til framtíđarinnar.“

Lestu fleiri reynslusögur einstaklinga hér.


Svćđi

  • Guđrúnartún 1 | 105 Reykjavík
  • sími 535 5700
  • Kt. 440608-0510
  • virk@virk.is

Opnunartími skrifstofu: 9:00 - 16:00 (15:00 á föstudögum)