Fara í efni

Lækkun framlags til VIRK

Til baka

Lækkun framlags til VIRK

VIRK hafði sem kunngt er frumkvæði að því við fjármálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra að gjöld sem atvinnulífið greiðir í sjóðinn verði lækkuð tímabundið árin 2016 og 2017 auk þess að áætlað framlag ríkisins til VIRK árið 2016 verði lægra en fyrirhugað var. Ástæðan er m.a sú að fyrirséð er að fjölgun einstaklinga í þjónustu VIRK verði mun minni á næsta ári en áætlað var vegna þess að upptaka starfsgetumats í stað örorkumats frestast.

Alþingi samþykkti í kjölfarið þann 19. desember ákvæði til bráðabirgða í lögum 113/1990 um tryggingagjald og ákvæði til bráðabirgða í lögum 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða.

Bráðabirgðaákvæðin kveða á um að iðgjöld atvinnurekenda og þeirra sem stunda sjálfstæða starfsemi og lífeyrissjóða til starfsendurhæfingarsjóðs skuli vera 0,10% af stofni til iðgjalds vegna áranna 2016 og 2017. Ákvæðin öðlast gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 2016.

Stjórn VIRK ítrekar að hér sé um tímabundna lækkun að ræða sem mikilvægt er að endurskoða við upptöku starfsgetumats í stað örorkumats. Sú kerfisbreyting mun kalla á mikla aukningu í þjónustu hjá VIRK með tilheyrandi útgjaldaaukningu og því er engan vegin tímabært að taka ákvörðun um hvert framlag atvinnulífs, lífeyrissjóða og ríkis þarf að vera til VIRK til framtíðar.

Sjá einnig Lægra framlags óskað


Fréttir

10.06.2022
23.05.2022

Hafa samband