Ég er glađur í hjarta

Friđrik Ottó Ragnarsson

,,Ţegar ég var yngri sá ég engan tilgang međ ţví ađ greiđa stéttarfélagsgjöld. Nú er ég glađur í hjarta vegna allrar ađstođarinnar frá stéttarfélaginu mínu og VIRK Starfsendurhćfingarsjóđi í kjölfar slyssins sem ég lenti í. Nú skil ég mikilvćgi ţess ađ hafa gott stéttarfélag á bak viđ sig. Ráđgjafi VIRK hefur jafnframt reynst mér afar vel.“

Ţetta segir Friđrik Ottó Ragnarsson járnsmiđur sem fyrir um tveimur árum, eđa í byrjun nóvember 2008, slasađist á hrygg og hálsi í bílveltu. ,,Ég var lánađur í annađ fyrirtćki og var uppi á Nesjavöllum á leiđ í vinnuna. Ţađ var hálka á veginum og bíllinn snerist í ţrjá hringi áđur en hann fór út í kant og valt. Ég gat skriđiđ út um gluggann ţar sem rúđan hafđi brotnađ. Bóndi sem sá ţegar slysiđ varđ hringdi á sjúkrabíl. Mér fannst ég vera ađ kafna og reyndi ađ liggja ţannig á jörđinni ađ ég fyndi sem minnst til,“ greinir Friđrik frá.

Járnsmíđina varđ hann ađ gefa upp á bátinn vegna stöđugra verkja, einkum í hálsinum. ,,Ég er ađ verđa 57 ára og hef alltaf unniđ viđ járnsmíđi sem er erfiđisvinna. Ég hef alltaf veriđ hraustur og unniđ 150 prósenta vinnu og vel ţađ og svo lendi í ţessu.“

Ţriđja áfalliđ á stuttum tíma

Atvinnumissirinn var ţriđja áfalliđ sem Friđrik varđ fyrir á stuttum tíma. ,,Hálfu ári eftir ađ pabbi minn dó missti ég konuna mína. Hún hafđi barist viđ krabbamein í sjö ár. Svo lenti í bílslysinu og missti vinnuna í kjölfariđ. Vissulega var ţetta gríđarlega mikiđ álag en ég hélt alltaf haus. Ađstođin frá VIRK gegndi miklu hlutverki.“

Friđrik kveđst hafa leitađ til stéttarfélagsins síns, Félags vélstjóra og málmtćknimanna, strax eftir slysiđ. ,,Ţeir útveguđu mér lögfrćđing til ţess ađ fara í gegnum allt ferliđ. Seinna bentu ţeir mér svo á ađ hafa samband viđ ráđgjafa VIRK. Sjóđurinn hefur greitt sjúkraţjálfun fyrir mig en fyrst greiddi ég sjálfur fyrir hana og fékk síđan endurgreitt hjá stéttarfélaginu mínu. Ţađ eru hins vegar ekki allir sem hafa handbćrt fé til ađ leggja sjálfir út fyrir slíku. Ţćgindin viđ ađ ţurfa ekki ađ standa í ţví eru einnig mikil.“

Ađ sögn Friđriks fann hann mikiđ fyrir ţví ađ geta ekki hreyft sig eins og áđur. ,,Mér hefur alltaf fundist best ađ vera mikiđ á ferđinni. Ég var ţess vegna ákveđinn í ađ byggja mig upp međ sjúkraţjálfun og gönguferđum. Ţađ hversu hraustur og líkamlega sterkur ég hef veriđ hefur örugglega hjálpađ mér í gegnum tíđina.“


Ómetanleg ađstođ

Sjúkraţjálfunin var bara eitt af mörgum úrrćđum sem voru í bođi,ađ ţví er Friđrik greinir frá. ,,Ég hef fengiđ mikla ađstođ hjá Sigrúnu Sigurđardóttur, ráđgjafa í starfsendurhćfingu. Hún hefur stutt mig vel og leiđbeint mér varđandi lífeyrissjóđsmál og annađ. Ţetta er hálfgerđur frumskógur og ekki fyrir hvern sem er ađ komast í gegnum hann. Sigrún hefur gefiđ mér tíma og ég hef getađ rćtt viđ hana um allt. Ef eitthvađ er hringir hún í mann til ţess ađ benda á eitthvađ. Hún fylgist vel međ mér. Ađstođin sem hún hefur veitt mér er ómetanleg. Sigrún er rétt manneskja á réttum stađ.“


Í nýju starfi

Vegna verkjanna sem Friđrik er enn međ stefndi hann ađ ţví ađ skipta um starfsvettvang. ,,Ég hef veriđ ađ leita fyrir mér annađ slagiđ og byrjađi ađ vinna á sambýli 1. október síđastliđinn. Ţetta er vaktavinna og mér líst mjög vel á hana.“

Spurđur segist Friđrik hafa kviđiđ ţví svolítiđ ađ fara á nýjan vinnustađ. ,,Ţađ er svolítiđ átak ađ byrja aftur ţegar mađur er búinn ađ vera frá vinnu í nćr tvö ár og í starfi sem mađur hefur aldrei unniđ viđ. En ég held ađ ţađ sé bara eđlilegt ađ finna fyrir svolitlum kvíđa. En ţegar ég fór ađ tala viđ fólkiđ sem ég vinn međ ţá hvarf allur kvíđi. Ţetta er bara gott mál.“

Lestu fleiri reynslusögur einstaklinga hér.


Svćđi

  • Guđrúnartún 1 | 105 Reykjavík
  • sími 535 5700
  • Kt. 440608-0510
  • virk@virk.is

Opnunartími skrifstofu: 9:00 - 16:00 (15:00 á föstudögum)