Allir hlutir einfaldari

Jón Torfason

Jón Torfason húsasmiđur var í hópi vina á gönguskíđum í óbyggđum í byrjun apríl 2009. Ćtlunin var ađ ganga yfir Kjöl. Vinirnir settust niđur til ađ kasta mćđinni og fá sér nestisbita, en ţegar átti ađ halda af stađ ađ nýju fannst Jóni eins og ćtlađi ađ líđa yfir sig. „Ég beygđi mig fram á međan sviminn leiđ hjá, en ţegar ég rétti úr mér og leit í kringum mig var landiđ horfiđ.“

Jón hafđi fengiđ blóđtappa í höfuđiđ, sem hafđi ţau áhrif ađ hann missti nćr alveg sjón á vinstra auga og sjón skertist verulega á ţví hćgra. „Fólkiđ sem var međ mér brást rétt viđ, hringdi í Neyđarlínuna og fékk samband viđ lćkni. Ţegar hann heyrđi lýsinguna á ţví sem komiđ hafđi fyrir ákvađ hann strax ađ senda ţyrlu Landhelgisgćslunnar eftir mér. Ţremur klukkustundum síđar var ég kominn á Borgarspítalann, sem er ótrúlega skammur tími.“

Eftir nokkurra sólarhringa dvöl á sjúkrahúsinu var Jón farinn ađ sjá ţokkalega frá sér. Hann átti ţó erfitt međ lestur, enda var eins og hluta orđa vantađi. Vinstra megin sá hann ekkert út undan sér og glímir raunar enn viđ ţann vanda. Skynjunin var brengluđ, svo jafnvel ţótt hann sći ţokkalega fram fyrir sig virtist honum sem landiđ bylgjađist undir fótum sér. Hann tók ţó smátt og smátt framförum og í ágúst 2009 gat hann aftur sest undir stýri.

Viđ nákvćma rannsókn á sjúkrahúsinu var stađfest ađ Jón hafđi fengiđ blóđtappa, en jafnframt kom í ljós ađ hann var međ op á milli hjartagátta; fćđingargalla, sem aldrei hafđi uppgötvast. Hann ţurfti ţví ekki ađeins ađ jafna sig eftir blóđtappann, heldur gangast undir ađgerđ á hjarta haustiđ 2009.

Góđur stuđningur ráđgjafa

Ţegar áfalliđ reiđ yfir var Jón nýbyrjađur í nýju starfi, en fyrra starf hafđi hann misst í ársbyrjun vegna kreppunnar. Hann leitađi til stéttarfélags síns, Fagfélagsins, ţar sem hann fékk greidda sjúkradagpeninga. „Sigrún Sigurđardóttir ráđgjafi hafđi samband viđ mig og lýsti fyrir mér hvađa ađstođ ég ćtti rétt á. Ég hafđi ekki hugmynd um ţađ góđa starf áđur en hún hafđi samband. Hún hefur stutt vel viđ bakiđ á mér, ađstođađi mig til dćmis viđ samskipti viđ Tryggingastofnun, útvegađi mér líkamsrćktarkort hjá World Class og sá til ţess ađ ég kćmist á tölvunámskeiđ hjá Iđunni, frćđslusetri. Ég hef alltaf veriđ mjög virkur og hreyft mig mikiđ, gengiđ, hjólađ og fariđ á fjöll, en Sigrún ýtti enn frekar viđ mér.“

Jón, sem er kvćntur og ţriggja dćtra fađir, segist ekki geta snúiđ í fyrra starf, í bili ađ minnsta kosti. „Ég er enn kraftlaus og lćknirinn minn segir ađ ég verđi ađ sjá hvađ setur í sumar. En ég er ađ vinna í mínum málum og er bjartsýnn. Ég veit ekkert hvađ tekur viđ, en mér finnst ekkert stórmál ţótt ég verđi ađ söđla um og fást viđ eitthvađ nýtt í framtíđinni. Heilsan skiptir öllu máli, hún er grunnurinn ađ öllu sem viđ gerum.“

Engin afskiptasemi

Útivistarmađurinn Jón gerir sér vonir um ađ komast aftur á fjöll í sumar. „Ég finn ađ ég ţarf ađ fara mér hćgar en áđur, allt krefst meiri undirbúnings og ég má ekki ćtla mér um of. Ég ćtla ađ vera áfram í sambandi viđ Sigrúnu ráđgjafa. Ég fann strax í fyrsta viđtali viđ hana ađ stuđningur hennar var mér mikilvćgur. Vissulega fannst mér fyrst eins og ţetta vćri óţarfa afskiptasemi í stéttarfélaginu mínu, ađ bođa mig á fund međ ráđgjafa vegna veikindanna, en ég kastađi slíkum ranghugmyndum á ţessum fyrsta fundi. Viđ Sigrún ákveđum nćstu skref á hverjum fundi og ég er mjög sáttur viđ alla hennar ađstođ. Ţađ er ekkert einfalt mál ađ átta sig á allri skriffinnskunni, sem fylgir langvarandi veikindum, en Sigrún einfaldađi alla hluti fyrir mig.“

Lestu fleiri reynslusögur einstaklinga hér.


Svćđi

  • Guđrúnartún 1 | 105 Reykjavík
  • sími 535 5700
  • Kt. 440608-0510
  • virk@virk.is

Opnunartími skrifstofu: 9:00 - 16:00 (15:00 á föstudögum)