Fara í efni

Pieta samtökin

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja einnig við aðstandendur. Meðferð þeirra er mótuð af samúð og virðingu fyrir hverjum þeim sem til þeirra leita og áhersla lögð á lausnir og uppbyggingu.

Gefinn er kostur á allt að 15 viðtölum, en þörfin er metin í hverju tilviki fyrir sig. Þegar við á er fjölskyldu og/eða nánustu aðstandendum boðið að taka þátt í meðferðinni, með það að markmiði að styrkja stuðningsnet einstaklingsins. Gefinn er kostur á allt að 5 viðtölum fyrir aðstandendur.

Aðstandendur sem hafa misst eða eiga ástvin í vanda geta sótt sérstaka stuðningshópa og fengið ráðgjöf.

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband