Fara í efni

Samstarf við fagaðila utan heilbrigðistétta

VIRK kaupir þjónustu af fagaðilum utan heilbrigðisstétta um allt land fyrir einstaklinga sem eru í starfsendurhæfingu á vegum VIRK.

Ráðgjafar og sérfræðingar VIRK taka ákvörðun um kaup á þessari þjónustu í samræmi við þarfir einstaklinga og áherslur í starfsendurhæfingu.

Til staðar er samningur sem fagaðilar utan heilbrigðisstétta um allt land geta skráð sig á og senda þá til VIRK verðtilboð í þá þjónustu sem skilgreind er í samningnum. Fagaðilar þurfa að fylla út umsóknareyðublað, vista sem PDF skjal og hlaða upp í gegnum Mínar síður – þjónustuaðilar á tilheyrandi stað í umsókn sinni um aðild að nýja samningnum.

Dæmi um þjónustuveitendur í þessum flokki eru: Viðurkenndir fræðsluaðilar, náms- og starfsráðgjafar, þjónustuaðilar sem veita atvinnutengda þjónustu og aðilar sem veita ráðgjöf og þjónustu.

Sérfræðingar VIRK halda utan um allar samþykktar umsóknir og koma upplýsingum um samþykktir áleiðis til ráðgjafa VIRK. Skila má umsóknum ásamt fylgigögnum á Mínar síður - þjónustuaðilar. Sjá nánar hér: Hvernig gerist ég þjónustuaðili?

Beiðni um nánari upplýsingar og/eða fyrirspurnir má senda á urraedi@virk.is.

Samningur um þjónustuaðila utan heilbrigðisstétta sem tók gildi 24. október 2023

Umsókn um aðild að samningi fyrir þjónustuaðila utan heilbrigðisstétta

Trúnaðaryfirlýsing samstarfsaðila VIRK

Hafa samband