Fara í efni

Fjarvistastjórnun

Veikindafjarvistir tengjast heilsu einstaklinga og þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra af hálfu vinnustaðarins. Því má segja að gott vinnuumhverfi og heilsuefling starfsmanna sé mikilvægur þáttur í að fækka veikindafarvistum.

Reynslan sýnir að unnt er að draga úr fjarvistum með því að skrá fjarveru og hafa góðar upplýsingar um tíðni og ástæður hennar auk þess að hafa ferli um viðbrögð við fjarvistum.

Samkvæmt dönskum rannsóknum er talið að ástæður fyrir veikindafjarvistum tengist vinnustaðnum að einum þriðja hluta og er því mikilvægt að minnka þennan kostnað með bættu vinnuumhverfi.

Fjarverustefnur og fjarverusamtal
Fræðslumyndbönd um hvernig hægt er að bæta líðan starfsfólks og draga úr veikindafjaveru
Ferli um forvarnir á vinnustað og endurkomu til vinnu - líkan
Veikindafjarvera og endurkoma til vinnu (ETV)

Hafa samband