Myndb÷nd um starfsvin ß vinnusta­

Víða erlendis hafa vinnustaðir góða reynslu af því að vera með starfsvin þegar starfsmaður er að koma til baka á eigin vinnustað eftir langtímaveikindi eða nýtt starfsfólk er ráðið inn sem hefur ekki verið á vinnumarkaði lengi. VIRK er um þessar mundir að skilgreina hlutverk starfsvina (mentora) á vinnustöðum sem getur verið margbreytilegt eftir aðstæðum. Ástæður þess að vinnustaðir kjósa að hafa starfsvin innan vinnustaðarins geta verið margvíslegar. Til dæmis getur verið um að ræða andleg veikindi, margþætt veikindi, ungt fólk sem hefur ekki fulla starfsgetu og hefur ekki verið í fastri vinnu áður, fólk af erlendum uppruna til að flýta fyrir aðlögun í vinnu og fleira.

Eftirfarandi myndbönd fjalla um starfsvini í dönskum fyrirtækjum og er hugmyndafræðin sem þar birtist svipuð og í verkefninu Virkum vinnustað sem er þrónarverkefni á fyrirtækjasviði VIRK. Hægt er að stækka myndarammann með því að smella neðst til hægri á rammann. Myndböndin eru öll textuð á íslensku. Til baka á Myndbönd.


Hvernig geta starfsvinir stutt þann sem hefur ekki styrka stöðu á vinnumarkaði til að ná fótfestu þar? Hvað þarf að hafa í huga áður en maður tekur hlutverk starfsvinar að sér og hversu gefandi það er fyrir starfsvininn? Sjá myndband hér fyrir neðan:Myndbandið hér fyrir neðan gefur hugmynd um hvers konar bakgrunn og vandamál  starfsmaðurinn getur haft og þú sem starfsvinur þarft að taka á.
 


Í myndbandinu hér fyrir neðan segir frá mismunandi hlutverkum starfsvinarins. Þau geta verið fagleg og félagsleg, tengst persónuleika og sjálfsmati starfsmannsins eða verið í tengslum við yfirvöld o.s.frv.
 


Þetta myndband hér fyrir neðan segir frá mismunandi hlutverkum starfsvinarins. Þau geta verið fagleg og félagsleg, tengst persónuleika og sjálfsmati starfsmannsins eða verið í tengslum við yfirvöld og svo framvegis.
 


Þetta myndband hér fyrir neðan fjallar um það hvernig er hægt að koma á traustu sambandi milli starfsvinar og starfsmanns. Gott samband skiptir höfuðmáli í samvinnunni við starfsmanninn.
 


Í þessu myndbandi er að hægt að fá hugmynd um hve mikinn tíma hlutverkið sem starfsvinur tekur og hvernig hægt er að setja því ákveðnar skorður þannig að verkefnið verði ekki of tímafrekt.Þetta myndband fjallar um það hvernig starfsvinur undirbýr sig undir verkefnið. Annars vegar með því að fá nauðsynlegar upplýsingar um starfsmanninn og hins vegar með því að styrkja eigin hæfni til að vera starfsvinur.
 


SvŠ­i

  • Gu­r˙nart˙n 1 | 105 ReykjavÝk
  • sÝmi 535 5700
  • Kt. 440608-0510
  • virk@virk.is

OpnunartÝmi skrifstofu: 9:00 - 16:00 (15:00 ß f÷stud÷gum)