Fréttir

Þegar kona brotnar – og leiðin út í lífið á ný

Fjölmiðlakonan góðkunna Sirrý Arnardóttir gaf nýverið út bókina Þegar kona brotnar – og leiðin út í lífið á ný sem unnin er í samstarfi við VIRK.

Í bókinni segja 12 konur sögu sína af því að kulna, brotna, örmagnast og hvernig þær finna lífsgleðina og starfsorkuna á ný.

Einnig ræðir Sirrý í bókinni við Margréti Sigurðardóttur sagnfræðing og Lindu Báru Lýðsdóttur sálfræðing og sviðsstjóra hjá VIRK auk þess að í henni er að finna hagnýt hollráð. 

Bókin fæst í bókabúðum og hjá Forlaginu, útgefanda bókarinnar. 

Sjá umfjöllun um streitu og kulnun á velvirk.is


Svæði

  • Guðrúnartún 1 | 105 Reykjavík
  • sími 535 5700
  • Kt. 440608-0510
  • virk@virk.is

Opnunartími skrifstofu: 9:00 - 16:00 (15:00 á föstudögum)