Fara í efni

Ábendingar - eyðublöð

Ábendingar

Hafi einstaklingar í starfsendurhæfingu ábendingar varðandi gæði þjónustunnar, kvartanir eða hrós eru þær vel þegnar. Ábendingar hjálpa okkur að gera enn betur. Allar ábendingar eru teknar til skoðunar - sjá nánar hér.

Viltu senda inn ábendingu eða fyrirspurn? Það er hægt hér.

Athugasemdir við niðurstöðu mats

Niðurstöður sérfræðinga í sérhæfðu matsferli eru jafnan grundvöllur fyrir ákvörðun VIRK um veitingu þjónustu. Þegar einstaklingi hefur verið kynnt niðurstaða mats er honum boðið að koma á framfæri athugasemdum sínum við niðurstöðurnar áður en ákvörðun er tekin. Telji einstaklingur að niðurstöður matsins byggi á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum, sé hann ósammála niðurstöðunum eða hefur athugasemdir við meðferð málsins að öðru leyti er rétt að gera grein fyrir athugasemdum þar að lútandi.

Viltu gera athugasemd við matsferilinn eða matið? Fylltu þá út þetta eyðublað, prentaðu út, undirritaðu og sendu til VIRK. Matstjóri VIRK setur athugasemdina í ferli.

Málskot

Um skilyrði fyrir veitingu starfsendurhæfingarþjónustu hjá VIRK er fjallað í 11. gr. laga nr. 60/2012 um starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða. Ákvörðun um hvort starfsendurhæfing skuli veitt byggir á mati VIRK á því hvort þau skilyrði séu uppfyllt. Samkvæmt lögum 60/2012 er einstaklingum heimilt að vísa ákvörðun um höfnun þjónustu til stjórnar VIRK. Stjórnin sker úr ágreiningsmálum er lúta að ákvörðun um veitingu þjónustu sem teknar eru á grundvelli mats á því hvort að framangreind skilyrði séu uppfyllt.

Viltu skjóta máli til stjórnar VIRK? Fylltu þá út þetta eyðublað hér, prentaðu út, undirritaðu og sendu til VIRK. Málið fer í framhaldinu til framkvæmdastjórnar VIRK

Hafa samband