Fara í efni

VIRK atvinnutenging

Til baka

VIRK atvinnutenging

Síðasta vetur setti VIRK á fót þróunarverkefni sem leggur áherslu á að aðstoða einstaklinga með skerta starfsgetu sem eru í starfsendurhæfingu hjá VIRK við endurkomu á vinnumarkaðinn.

Þróunarverkefnið grundvallast á þeirri staðreynd að því fyrr sem einstaklingar reyna endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys, því líklegra er að þeir komist aftur út á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er því að einstaklingum með vinnugetu sé gefið tækifæri til að komast í vinnu við hæfi snemma í starfsendurhæfingarferlinum. 

Um tvíhliða nálgun er að ræða þar sem VIRK aðstoðar einstaklinginn en ekki síður vinnustaðinn við aðlögun að endurkomu til vinnu.Grundvöllurinn er gott samstarf við þátttakendur og að tekið sé tillit til og sýndur skilningur á mismunandi þörfum og menningu hvers fyrirtækis/stofnunar og því er efling samstarfs VIRK við fyrirtæki og stofnanir um allt land mikilvægur þáttur þróunarverkefnisins. 

Að þessu vinna atvinnulífstenglar VIRK, sérfræðingar í starfsendurhæfingu sem tvinna aðlögun inn á vinnumarkaðinn markvisst inn í starfsendurhæfingu einstaklingsins og tengja sig, og einstaklinginn í þjónustu, við stofnanir og fyrirtæki. 

Atvinnulífstenglarnir hafa heimsótt fyrirtæki og stofnanir til að leita eftir samstarfi og finna mikinn velvilja. Um 100 fyrirtæki og stofnanir hafa skrifað undir samstarfsamning og haft hefur verið samband við um 300 fyrirtæki/stofnanir. Ráðningar hafa gengið vel og bæði vinnuveitendur og nýju starfsmennirnir hafa lýst yfir ánægju með þróunarverkefnið. 

Sjá nánar hér: VIRK Atvinnutenging.


Fréttir

29.01.2024
23.01.2024

Hafa samband