Fara í efni

Meðmælaeinkunn VIRK mjög há

Til baka

Meðmælaeinkunn VIRK mjög há

Mikil ánægja er með þjónustu VIRK samkvæmt umfangsmikilli þjónustukönnun sem Gallup gerði fyrir VIRK í september og október 2017. Úrtakið í þjónustukönnuninni var valið með tilviljun úr hópi þeirra sem hafa leitað til VIRK þannig að um var að ræða fólk sem var í þjónustu hjá VIRK eða hafði verið í þjónustu áður.

Aðspurðir kváðust 83% svarenda vera ánægð með þjónustu VIRK, 9% hvorki né, en 8% voru óánægð með þjónustuna eins og sjá má í myndinni hér fyrir neðan.

Mikil ánægja með ráðgjafa

Mikill meirihluti, eða 8-9 af hverjum 10 þátttakenda í þjónustukönnuninni, telja VIRK standa sig vel í eftirfarandi þáttum:

  • Að veita réttar upplýsingar
  • Lausn vandamála
  • Upplýsingagjöf þegar frávik í þjónustu koma upp
  • Ásættanlegur svartími við beiðnum eða erindum
  • Að uppfylla loforð og tímasetningar

Svipað hlutfall, 8-9 af hverjum 10, taldi auk þess viðmót og framkomu ráðgjafa VIRK vera góða sem og upplýsingagjöf þeirra og hvatningu.

Meðmælaeinkunn VIRK (NPS) mjög há

Þegar fólk var spurt hversu líklegt eða ólíklegt það væri til að mæla með VIRK við vini eða kunningja (0-10, NPS), gaf meirihlutinn (55%) hæstu einkunn eða 10. Meðmælaeinkunn VIRK er +47,6 og telst það mjög há einkunn á íslenskan mælikvarða en meðal meðmælaeinkunn íslenskra fyrirtækja og stofnana er -15.

Sjá nánar um þjónustukönnunina hér.


Fréttir

03.04.2024
29.01.2024

Hafa samband