Fara í efni

Með tromp á hendi frá VIRK

Til baka

Með tromp á hendi frá VIRK

Ýtt hefur verið úr vör kynningarherferð grundvallaðri á sögum einstaklinga sem nýttu sér þjónustu VIRK til að ná árangri.

Slagorð herferðarinnar er „Með tromp á hendi frá VIRK“ og henni er m.a. beint að stjórnendum fyrirtækja og stofnana og undirstrikar hversu verðmætir starfskraftar einstaklingar sem lokið hafa starfsendurhæfingu eru.

Einstaklingar sem vegna veikinda eða slysa hafa þurft að breyta lífi sínu og takast á við mótlæti en sýnt skýran baráttuvilja með því að fara í gegnum starfsendurhæfingu.

Til þess þarf styrk sem VIRK hjálpar til við að beina í réttan farveg. Sá styrkur og vilji er verðmæti sem atvinnulífið á að nýta sér. Einnig hefur fólk sem hefur sigrast á erfiðleikum almennt víðari sýn á lífið sem nýtist á öllum vinnustöðum.

Atvinnurekendur eru því svo sannarlega með tromp á hendi þegar þeir ráða einstaklinga sem hafa lokið starfsendurhæfingu á vegum VIRK.

Það er VIRK mikils virði og gleður mjög þegar einstaklingar sem lokið hafa þjónustu eru reiðubúin að segja sögu sína – segja frá því hvernig þeir nýttu sér þjónustu VIRK til að ná árangri. Og vera þannig fyrirmynd þeirra tæplega 2.400 einstaklinga sem nú eru í þjónustu VIRK um allt land og hvatning þeim sem horfið hafa af vinnumarkaði vegna heilsubrests að leita til VIRK.

VIRK kann þeim Eyrúnu Huld, Magnúsi, Díönnu Írisi, Kristjáni Rúnari og Helgu Björk sem tóku þátt í verkefninu hinar bestu þakkir fyrir og er stolt af árangri þeirra. Þá var samstarfið við auglýsingastofuna PIPAR/TBWA mjög gott sem fyrr.

Sjá nánar á Youtuberás VIRK.


Fréttir

22.04.2024
03.04.2024

Hafa samband