Fara í efni

IPS - LITE eykur afköst og skilvirkni

Til baka
Dr. Burns á ráðstefnu VIRK 2016
Dr. Burns á ráðstefnu VIRK 2016

IPS - LITE eykur afköst og skilvirkni

Dr. Tom Burns heiðursprófessor í samfélagsgeðlækningum við University of Oxford fjallar um IPS rannsóknir og ályktanir sem draga má af niðurstöðum þeirra í grein sinni í ársriti VIRK.

Í greininni fer Dr. Burns yfir það hvernig endurhæfing einstaklinga sem glíma við geðræn vandamál kom fram á sjónarsviðið sem fræðigrein á þeim tíma þegar verið var að skipta út geðsjúkrahúsum fyrir geðheilbrigðisþjónustu sem var minna einangruð frá samfélaginu. Þessi breyting hafi hinsvegar ekki leitt til þess að sjúklingar ættu auðveldara með að fá vinnu.

„Atvinna með stuðningi, sem notuð var fyrir einstaklinga með námsörðugleika, var innleidd um 1970 fyrir einstaklinga með geðræn vandamál og þróaðist síðan í það að verða einstaklingsmiðaður stuðningur til starfs eða „Individual Placement and Support (IPS)“. IPS leggur megináherslu á skjóta atvinnuleit án nákvæms undirbúnings og hefur ítrekað verið sýnt fram á að IPS er árangursríkasta aðferðin. Hún hefur hinsvegar ekki verið mikið notuð og sú regla að ákveðinn fjöldi einstaklinga geti verið hjá ráðgjafa hverju sinni ásamt því að einstaklingar séu „aldrei útskrifaðir“ takmarkar nýtingarmöguleika hennar.“ segir Dr. Burns í greininni.

„IPS-LITE er hins vegar aðlöguð IPS aðferð sem styttir upphaflega íhlutun í 9 mánuði og stuðning í vinnu í 4 mánuði og eykur þar með afköst og skilvirkni. Niðurstöður slembdrar samanburðarrannsóknar (RCT) á 123 sjúklingum sýndu að hún var jafn árangursrík og ætti því að vera arðbærari þar sem fleiri njóta þjónustunnar. Hér er því lagt til að IPS-LITE verði valin því hún hefur þann kost að geta komið í veg fyrir þá tilhneigingu að fjarlægjast IPS aðferðafræðina sem hefur verið viðvarandi vandamál IPS þjónustunnar.“

Sjá grein Dr. Burns í heild sinni hér.


Fréttir

03.04.2024
29.01.2024

Hafa samband