Í vinnu á ný miklu fyrr en hann átti von á

Matthías M. Guđmundsson

Samvinna mannauđsstjóra Mosfellsbćjar, Starfsendurhćfingarsjóđs og sjúkraţjálfara varđ til ţess ađ Matthías M. Guđmundsson gat hćtt í veikindaleyfi og hafiđ aftur störf mörgum mánuđum fyrr en hann átti von á.

Ţađ var í janúar síđastliđnum sem Matthías, sem er 65 ára, varđ ađ hćtta störfum í íţróttamiđstöđ Mosfellsbćjar vegna mikilla verkja í baki. ,,Ég hef veriđ bakveikur í mörg ár og annađ slagiđ fengiđ sprautur og veriđ í sjúkraţjálfun. Ţađ hefur alltaf dugađ í einhvern tíma. Ég gat haldiđ 100 prósenta vinnu ţar til í janúar á ţessu ári en ţá var ég kominn međ ţađ mikla verki ađ ég var gjörsamlega óvinnufćr vegna kvala,“ greinir Matthías frá.

Gefandi fundur

Hann kveđst hafa sótt strax um međferđ hjá lćkni á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi og á Reykjalundi. ,,Ţađ er hins vegar afar löng biđ eftir međferđ á ţessum stöđum, ţađ getur veriđ hálfs árs biđ eđa jafnvel biđ í heilt ár. Ég gerđi eiginlega ekkert í nokkrar vikur eftir ađ ég fór í veikindaleyfiđ en fór ţó út ađ ganga á hverjum degi. Ţegar ég hafđi veriđ frá vinnu í um ţađ bil átta vikur hringdi mannauđsstjóri Mosfellsbćjar, Sigríđur Indriđadóttir, í mig og bođađi mig á sinn fund.“

Fundurinn međ mannauđsstjóranum var mjög gefandi, ađ sögn Matthíasar. ,,Ţađ var alveg magnađ ađ Sigríđur skyldi hafa samband viđ mig af fyrra bragđi og hvetja mig áfram. Hún hafđi skilning á veikindum mínum, alveg eins og yfirmenn mínir í íţróttamiđstöđinni, og ţađ var einstaklega gott ađ rćđa viđ hana. En ég kom alveg af fjöllum ţegar hún greindi mér frá ţeirri ađstođ sem hćgt er ađ fá hjá Starfsendurhćfingarsjóđi. Í framhaldi af ţessum fundi okkar hafđi ég samband viđ Karenu Björnsdóttur, ráđgjafa í starfsendurhćfingu hjá BSRB. Karen tók mér jafn vel og Sigríđur og hvatti hún mig til ţess ađ gera eitthvađ strax í málunum í stađ ţess ađ bíđa bara eftir plássi ţar sem ég hafđi sótt um.“

Sjúkraţjálfun og sjálfstyrking

Matthías fór í aprílbyrjun í sjúkraţjálfun í Mosfellsbć og greiddi Starfsendurhćfingarsjóđur fyrir međferđina. ,,Ég var tekinn í nokkurs konar prógramm fimm daga vikunnar. Ég var í međferđ hjá sjúkraţjálfaranum tvo daga í viku en hina ţrjá dagana gerđi ég sjálfur ćfingar í stöđinni sem sjúkraţjálfarinn hafđi kennt mér. Ég hélt einnig áfram ađ ganga á hverjum degi. Ţetta gekk ljómandi vel og ég var í ţessu í allt sumar.“

Ţegar líđa tók á sumariđ gerđi Matthías áćtlun međ sjúkraţjálfarunum um ađ ef batinn yrđi nćgur fćri hann í 50 prósenta vinnu ekki síđar en í september. ,,Ţađ tókst og ţetta hefur gengiđ sćmilega. Ég er ekki alveg laus viđ verkina en mér líđur miklu betur en oft áđur,“ segir Matthías.

Hann getur ţess ađ sjálfstyrkingarnámskeiđ sem hann fór á hafi einnig gert honum gott. ,,Ég sá í byrjun sumars viđtal í tímariti ASÍ viđ mann sem hafđi veriđ frá vinnu vegna bakveiki eins og ég. Honum hafđi veriđ bođiđ ađ fara á námskeiđ í sjálfstyrkingu. Mér fannst ţetta svo jákvćtt og ţetta hitti mig alveg í hjartastađ. Ég spurđi Karenu ráđgjafa hvort ég gćti nýtt mér slíkt og hún tók mjög vel í ţađ. Ţetta var 20 tíma námskeiđ sem var mér ađ kostnađarlausu eins og sjúkraţjálfunin. Ţađ kom sér vel ađ geta fariđ á ţetta námskeiđ sem gerđi mér virkilega gott.“

Stórkostlegt framtak

Matthías segist vera afar ţakklátur fyrir alla ađstođina sem hann hefur fengiđ. ,,Ţetta kom mér virkilega á óvart ţví ađ ég hafđi ekki hugmynd um ţetta. Stofnun Starfsendurhćfingarsjóđs er stórkostlegt framtak. Ţađ eru ekki nćrri allir sem vita af ţessu en ţađ á vćntanlega eftir ađ breytast ţegar ţetta spyrst út. Ég hef sjálfur látiđ alla mína vinnufélaga vita af ţví sem í bođi er. Ţađ er sérstaklega gott ađ vita af ţessu núna í kreppunni ţví ađ menn veigra sér kannski viđ ađ fara í langa međferđ án slíkrar ađstođar.“

Samtímis ţví sem Matthías var í sjúkraţjálfun fór hann reglulega í viđtöl til Karenar ráđgjafa.  ,,Ţetta hafa veriđ mjög ánćgjuleg samskipti og hún fylgist enn međ mér,“ tekur hann fram.

Hann leggur jafnframt áherslu á ađ mikilvćgt sé ađ vera í reglulegum samskiptum viđ vinnustađ sinn og vinnufélaga međan á veikindaleyfi stendur. ,,Ađ fara í heimsókn ađ minnsta kosti einu sinni í viku er mikilvćgt ađ mínu mati.“

Lestu fleiri reynslusögur einstaklinga hér.


Svćđi

  • Guđrúnartún 1 | 105 Reykjavík
  • sími 535 5700
  • Kt. 440608-0510
  • virk@virk.is

Opnunartími skrifstofu: 9:00 - 16:00 (15:00 á föstudögum)