Fara í efni

Heilræði vikunnar

Til baka

Heilræði vikunnar

Heilræði Lífshlaupsins
heilsu- og hvatningarverkefnis Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

1. Ný tækifæri fást ekki aðeins í upphafi nýs árs heldur blasa þau við okkur á hverjum morgni þegar við vöknum.
2. Eldmóðurinn er driffjöður lífsins. Án hans getur þú ekkert en með honum eru þér allir vegir færir.
3. Margt er hægt að fá fyrir peninga en hamingjan er ekki föl fyrir öll heimsins auðæfi.
4. Sönn hamingja er fólgin í því að gefa.
5. Láttu óttann ekki ná tökum á þér, haltu honum frá þér.
6. Það sem gefst best í lífinu er að gefast aldrei upp.
7. Vertu vinur, viljirðu eignast vini.
8. Sá sem setur sig í spor annarra er góður hlustandi.
9. Heimurinn í kringum þig er ekki fallegri en þér finnst hann vera.
10. Nýttu hæfileika þína með því að leita ráða frá hinum.
11.Vináttan er dýrmætasta gjöfin sem hægt er að fá.
12. Leitist við að læra eitthvað nýtt á hverjum degi.
13. Heilsan hefur áhrif á allt sem þú gerir. Undirstaða heilbrigðs lífs er að borða hollan mat, sofa á réttum tíma, fara í líkamsrækt og koma vel fram við aðra.
14. Best er að láta það sem mikilvægast er ganga fyrir.
15. Slæmir hlutir gerast en það er óþarfi að láta þá á sig fá.
16. Fegurðin í litum regnbogans nýtur sín best þegar ljósgeislarnir brotna í regndropunum.
17. Ekki er nóg að losa sig við löstinn nema dyggð komi í staðinn.
18. Gefðu þeim sem eru þurfandi. Það getur verið að þú lendir í sömu sporunum og þurfir á hjálp að halda.
19. Í raun er hamingjan ekkert nema hugarástand.
20. Gleymdu ekki að hvíla þig, sá sem er úthvíldur getur verið frjór í hugsun og áorkað miklu.
21. Lífið er samspil árangurs og mistaka, þú þarfnast hvors tveggja
22. Til að draga fram það besta í náunganum þarftu að vera vingjarnlegur, skilningsríkur og nærgætinn.
23.Vingjarnleg orð eru eins og sæti í flugvél. Þú getur komist á áfangastaðinn án þeirra en með þeim er flugið miklu þægilegra.
24. Ekki draga hlutina, komdu þér strax að verki.
25. Geymdu góðu minningarnar en reyndu að gleyma þeim vondu.
26. Það verður eins mikið úr deginum og þú gerir við hann.
27. Lífið er eins og sönglag, hvaða nótu syngur þú?
28. Þú getur ekki glatað því sem þú hefur gefið öðrum.
29. Það gerir öllum gott að geta hlegið að sjálfum sér annað veifið.
30. Það er alltaf hægt að vera þakklátur fyrir eitthvað.
31. Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur. Fólk metur þig meira fyrir heiðarleikann.
32. Minnstu síðustu mistaka þinna áður en þú dæmir aðra manneskju.
33. Settu á þig gleraugu bjartsýninnar og þú munt sjá heiminn í nýju ljósi, fullan af tækifærum.
34. Maður þarf að leggja sig allan fram til að verða sigurvegari.
35. Hlýleg orð geta skipt sköpum í lífi annarra. Eins geta ósögð orð valdið miklu hugarangri.
36. Allar kringumstæður hafa eitthvað gott í för með sér en það þarf að leita eftir því.
37. Betra er að ljúka smáverkinu en skilja stórvirkið eftir ólokið.
38. Ef þú elskar í lífsins stríði, fegurð þú heldur þótt árin líði.
39. Sama hversu margt afmælið er, eigi skal ellin ná tökum á þér.
40. Vertu jákvæður! Allt of margir einbeita sér að hinu neikvæða.
41. Þegar þér finnst þú vera að gefast upp haltu þá aðeins lengur áfram.
42. Brosið er besta andlitslyftingin.
43. Gott er að bíða átekta en betra er að reyna á sig.
44. Fall skiptir ekki eins miklu máli og hitt að geta staðið upp aftur.
45. Allir hafa eitthvað til að bera; þú þarft bara að uppgötva það.
46. Það er betra að fara sér hægt og ljúka ferðinni en að komast aldrei á leiðarenda.
47. Láttu ekki blekkjast af blindhæðinni. Hún er ekki áfangastaðurinn.
48. Láttu ljós þitt skína í lífinu með því að lýsa öðrum.
49. Glatt hjarta veitir góða heilsubót en dapurt geð veikir þig og dregur úr þér kjarkinn.
50. Afrekum hefur aldrei verið náð með því að aðhafast ekki neitt.
51. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
52. Láttu ekki áhyggjurnar ná tökum á þér. Þá áttu lítið rúm eftir fyrir jákvæðar hugsanir.
53. Betra er að biðjast afsökunar en búa áfram við slæma samvisku.
54. Hvatningarorð hressir sálina eins og svaladrykkur í steikjandi sólarhita.
55. Vertu ætíð jákvæður; það er góð heilsubót.
56. Settu þig í spor annarra áður en þú neitar þeim um nýja skó.
57. Sælla er að gefa en þiggja.
58. Öll mistök gefa okkur tækifæri til að læra eitthvað nýtt.
59. Brostu, það gæti verið sólargeislinn í lífi manns sem annars ætti í vændum erfiðan og stormasaman dag.
60. Það er betra að reyna og mistakast en þora aldrei neinu.
61. Besta leiðin til að vinna bug á óvinum sínum er að gera þá að vinum.
62. Hlátur er lyf fyrir hjartað.
63. Öll reynsla er til þess fallinn að gera þig sterkari.
64. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast.
65. Finndu og ræktaðu hæfileika þína.
66. Mennt er máttur, haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.
67. Maður er manns gaman.
68. Hugsaðu jákvætt, það er léttara.
69. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.
70. Hreyfðu þig reglulega, það léttir lundina.
71. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.
72. Aldur skiptir engu máli, nema þú sért ostur.
73. Oft er gott það er gamlir kveða.
74. Sælla er að gefa en þiggja.
75. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig.
76. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.


Hafa samband