Feilsporin skipta engu máli lengur

Erna Björk Jóhannesdóttir

„Áđur fyrr, ţegar ég fann fyrir depurđ, ţá leitađi ég alltaf skammtímalausna. Ég reyndi ađ sannfćra mig um ađ ţetta myndi líđa hjá međ hćkkandi sól, eđa bara ef ég fćri og keypti mér eina nýja flík. Svo fann ég ađ ég gat ekki lengur setiđ uppi međ ţetta vonleysi og sagđi Soffíu ráđgjafa hjá Eflingu ađ ég vildi leita varanlegri lausna. Hún tryggđi mér verkfćrin til ađ takast á viđ vanlíđanina, en ég ber sjálf ábyrđ á ađ nýta mér ţau.“

Erna Björk Jóhannesdóttir er ung kona, eiginkona og móđir fjögurra ára drengs. Hún er međ MS-sjúkdóminn og ţótt ókunnugir sjái engin veikindamerki á henni hefur sjúkdómurinn eđlilega sett mark sitt á hana. Í byrjun síđasta árs missti eiginmađur hennar vinnuna og í júlí veiktist hann og varđ ađ fara á sjúkrahús. „Ég beit bara á jaxlinn og reyndi ađ sannfćra mig um ađ ég réđi viđ ađ hugsa um sjálfa mig og strákinn okkar. Auđvitađ hefđi ég átt ađ taka veikindaleyfi strax, ţví ţetta var mér allt um megn.  MS-sjúkdómurinn skipti ţar ekki mestu máli, heldur andleg líđan mín. Fólk spurđi mig stundum hvernig ég hefđi ţađ og ég sagđist alltaf hafa ţađ stórfínt. Ef fólk neitađi ađ taka ţađ svart gilt og spurđi mig nánar átti ég til ađ fara ađ hágráta. Svo kom auđvitađ ađ ţví ađ allt hrundi og ég fann ađ ég komst ekki lengra.“

Treysti Soffíu fyrir öllu

Erna Björk vann viđ móttöku á skrifstofu og leitađi til Soffíu Erlu Einarsdóttur, ráđgjafa hjá Eflingu. „Í fyrstu hélt ég ađ ţađ yrđi erfitt ađ segja henni alla sólarsöguna, en hún hefur ţann eiginleika ađ mađur treystir henni fyrir öllum sínum hjartans málum. Ég opnađi mig algjörlega fyrir henni. Hún benti mér á Kvíđameđferđarstöđina í Skútuvogi.“

Erna Björk fór í veikindaleyfi og sótti 8 vikna námskeiđ í Kvíđameđferđarstöđinni. „Tvisvar í viku settist ég niđur međ sálfrćđingunum ţar og fór yfir líđan mína. Ég var haldin ýmsum ranghugmyndum um sjálfa mig. Ég kveiđ ţví ađ mćta í vinnu, ţví mér fannst ég ekki standa mig nógu vel. Ţegar gerđ var athugasemd vegna smávćgilegra mistaka sem ég gerđi tók ég ţví allt of ţunglega og missti móđinn. Á námskeiđinu lćrđi ég ađ taka gagnrýni á uppbyggilegan hátt. Ég gerđi mér grein fyrir ađ ég er ekki skyggn og engin spákona, ţótt ég vćri sífellt ađ ímynda mér hvađ annađ fólk vćri ađ hugsa um mig. Sjálfsmynd mín var svo veik ađ ég var alltaf sannfćrđ um ađ fólki ţćtti ég vitlaus og vanhćf. Ef ég var ađ tala og einhver greip fram í fyrir mér var ég viss um ađ ţađ vćri vegna ţess ađ ég hefđi ekkert áhugavert ađ segja. Ţessi líđan var auđvitađ óţolandi og litađi allt mitt líf. Núna hef ég náđ ađ kasta ţessum ranghugmyndum burt.“

Sterkari sjálfsmynd

Ţegar námskeiđinu hjá Kvíđameđferđarstöđinni lauk leitađi Erna Björk til Lifandi ráđgjafar í Skipholti. „Ég sótti ţar tíma í desember, sem beindust fyrst og fremst ađ ţví ađ styrkja sjálfsmyndina. Mér líđur miklu betur núna. Mađurinn minn hefur líka náđ ágćtum bata og er nú ađ leita ađ nýju starfi.“

Erna Björk er sjálf farin ađ vinna aftur. Hún er núna í 65% starfi á bókasafni Dagsbrúnar í JL-húsinu viđ Hringbraut. „Hér er ég innan um bćkur um verkalýđsbaráttuna fyrr og nú og uni mér ágćtlega. Ég finn líka einn og einn reyfara í hillunum og les ţá ţegar ég tek pásur. Mig langar hins vegar til ađ starfa meira međ fólki. Móttökustarfiđ var mjög skemmtilegt, ţví ţar hitti ég fjölda fólks á hverjum degi. Ég nýt ţess ađ velta fyrir mér hvernig ég eigi ađ ađstođa fólk og tryggja ađ ţađ fari ánćgđara út en ţađ kom. Mannleg samskipti eru helsti styrkleiki minn.“
Hún á ekkert erfitt međ ađ lýsa líđan sinni og segir vanda sinn ekkert feimnismál. „Ég sagđi fólki af ţeirri ađstođ sem ég fékk. Margir ţekktu ekkert til VIRK Starfsendurhćfingarsjóđs og fannst frábćrt ađ ţessi úrrćđi vćru í bođi. Ţađ kom vinum og ćttingjum ekkert á óvart ađ ég fćri á ţessi námskeiđ. Ég hafi svo lengi veriđ neikvćđ og ţađ var stutt í tárin.“

Nauđsynlegt úrrćđi

Hún segir nauđsynlegt ađ hafa úrrćđi á borđ viđ VIRK, sem styđur viđ ţá sem lenda í tímabundnum erfiđleikum. „Ég hef upplifađ ađ vera eitt ár á örorkubótum. Ţá einangrađist ég mjög mikiđ og mér fannst ömurlegt ađ heyra vart í öđru fólki dögum saman. Ég hef stundum grínast međ ađ ég hélt konunum hjá 118 uppi á snakki ţegar ég hringdi ţangađ, ţví mér leiddist svo mikiđ heima! Ég er ekkert frábrugđin öđru fólki; ég ţarf ađ eiga í mannlegum samskiptum til ađ mér líđi vel. Ţađ er mér mjög mikilvćgt ađ geta veriđ í starfi, ég vil vera virk í samfélaginu. Ef ég hefđi ekki fengiđ ţessa ađstođ hjá Soffíu og VIRK er hćtt viđ ađ ég hefđi einangrast heima í veikindaleyfi, niđurbrotin manneskja.“

Hún segir suma ef til vill veigra sér viđ ađ leita sér ađstođar, af ótta viđ ađ ekki ríki trúnađur um slík mál. „Slíkt er ekkert áhyggjumál hjá Starfsendurhćfingarsjóđi. Ég fann ađ ţar ríkti alltaf fullur trúnađur. Og svo ţurfti ég ekki einu sinni ađ borga fyrir ţessi námskeiđ sem stóđu mér til bođa.“

Gleđi, ekki vonleysi

Erna Björk lítur björtum augum til framtíđar. „Ég leita í gleđina, ekki vonleysiđ. Ég fór á námskeiđ í salsa-dansi og ţađ var frábćrt. Áđur fyrr hefđi ég ekki treyst mér á slíkt námskeiđ. Ég hefđi sannfćrt mig um ađ allir ađrir vćru miklu betri en ég og myndu bara hlćja ađ mér. En núna hlć ég sjálf ef ég tek feilspor. Ţau skipta engu máli, ég skemmti mér konunglega á eigin forsendum.

Lestu fleiri reynslusögur einstaklinga hér.


Svćđi

  • Guđrúnartún 1 | 105 Reykjavík
  • sími 535 5700
  • Kt. 440608-0510
  • virk@virk.is

Opnunartími skrifstofu: 9:00 - 16:00 (15:00 á föstudögum)