Fara í efni

Aukin atvinnuþátttaka og lífsgæði einstaklinga

Til baka

Aukin atvinnuþátttaka og lífsgæði einstaklinga

Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK fer yfir mikilvægi þess að að auka vinnugetu einstaklinga og þátttöku á vinnumarkaði í grein sinni í ársriti VIRK. Hún greinir stöðuna, orsakir, kerfislægar hindranir og kemur með tillögur til úrbóta.

Í grein sinni bendir Vigdís á að þótt allir tiltækir mælikvaðrar sýni að VIRK nái miklum árangri í starfsendurhæfingarþjónustu þá sé greinilegt að það nægi ekki eitt og sér, staðreyndin sé sú að einstaklingum á örorku hefur ekki fækkað.

Reynsla annarra þjóða sýni að samhliða aukinni starfsendurhæfingu verði að endurskoða uppbyggingu á framfærslukerfum, allri þjónustu og samspili mismunandi þjónustuaðila undir merkjum sameiginlegrar stefnumótunar og framtíðarsýnar. Aðeins þær þjóðir sem nálgast hafa verkefnið á þennan heildstæða máta hafa náð árangri í því að auka þátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkaði.

„Það er brýnt að nálgast þetta verkefni heildstætt hér á landi. Það að setja eingöngu mikla fjármuni í endurhæfingu eða innleiða eingöngu starfsgetumat eru í sjálfu sér góðir áfangar en duga þó skammt ef ekki er tekið á öðrum áhrifaþáttum samtímis eins og komið hefur fram í umfjöllun hér að framan. Það þarf að móta og setja fram heildstæða stefnu í þessum málaflokki og tryggja að þjónustuaðilar, framfærsluaðilar og stofnanir velferðarkerfisins vinni saman í takt að sameiginlegri heildarsýn og stefnu.“ segir Vigdís og listar upp í lok greinar sinnar áhrifaþættina jafnframt því að setja fram tillögur að aðgerðum sem unnt er að nýta í heildarstefnumörkun og aðgerðaráætlun sem hafi það að markmiðið að auka atvinnuþátttöku og lífsgæði einstaklinga sem glíma við heilsubrest og erfiðar aðstæður.

Sjá greinina í heild sinni hér.


Fréttir

03.04.2024
29.01.2024

Hafa samband