Hjálpar mest ađ taka slaginn

Eyrún Huld Árnadóttir markađsfrćđingur

Stundum hefur fólk liđiđ mikiđ áđur en ţađ leitar til VIRK og reynt lengi á margvíslegan hátt ađ finna lausn á vanda sínum.

Eyrún Huld Árnadóttir á ađ baki fimmtán ára ţrautagöngu vegna kvíđaröskunar og reyndi sjálf á ýmsan hátt ađ bćta líđan sína. Ţađ var ekki fyrr en hún fór í samstarf viđ VIRK sem tekiđ var heilstćtt á heilsufarsvandamálum hennar međ ţeim árangri ađ henni hefur tekist ađ komast til mun betri heilsu.

„Hiđ erfiđa tímabil ćvi minnar byrjađi má segja ţegar ég var í fyrsta jólaprófinu í ferđamálafrćđi viđ Háskóla Íslands. Vafalaust hef ég veriđ međ undirliggjandi kvíđa miklu fyrr og hugsanlega er ţetta ćttgengt. En ţegar ég settist ţarna í prófiđ gerđist eitthvađ innra međ mér sem olli ţví ađ ég fékk ofsakvíđakast í fyrsta skipti,“ segir Eyrún Huld Árnadóttir. „Ég gat ţó lokiđ viđ prófiđ og náđi ţví. Ţeir sem eru kvíđnir fá yfirleitt mjög fínar einkunnir, gjarnan er ţetta fólk međ fullkomnunaráráttu. Ég lauk BSnámi í ferđamálafrćđi.“

Eyrún Huld, sem er fćdd 1978, er frá Höfn í Hornafirđi, ţar ólst hún upp ţar til hún var sextán ára.

„Ég lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum viđ Ármúla og ţađan lá leiđin í Háskóla Íslands. Ţá var ég orđin tveggja barna móđir, kynntist manninum mínum međan viđ enn vorum í menntaskóla. Tvítug átti ég fyrstu dóttur mína og ţá nćstu ţegar ég var tuttugu og tveggja ára.

Hikađi lengi viđ ađ leita til lćknis

Var ţér kvíđaröskunin til vandrćđa öll námsárin?
„Já, en ég fékk lengri próftíma en ađrir og ég fór yfirleitt ekki í neinar ferđir sem tengdust náminu nema ţá á eigin bíl.

Ég hafđi ţetta svona af ţví ađ eftir fyrsta ofsakvíđakastiđ varđ ég mjög lasin líkamlega. Ţau veikindi hófust á milli jóla og nýárs áriđ 2003 og lýstu sér međal annars í niđurgangi sem stóđ samfleytt í ţrjá mánuđi svo ég gat varla út úr húsi fyrr en leiđ ađ vori. Ég gat mćtt í tíma í skólanum međ ţví móti ađ borđa ekkert áđur en ég fór af stađ. Síđan fór ég heim og hélt mig ţar.

Ég hikađi lengi vel viđ ađ fara til lćknis, fannst ţađ hálf vandrćđalegt. Loks gerđi ég ţađ ţó og fór ţá til margra lćkna. Ţađ leiđ töluverđur tími ţar til ég fékk loks útskýrt ađ ég hefđi Fight and Flight viđbragđ, sem er eitt afbrigđi kvíđaröskunar. Óttinn orsakar ţá ađ líkaminn losar sig sem fyrst viđ úrgangsefni. Salernisferđir mínar urđu ţví ćđi margar. Ţetta hafđi ţau áhrif á líf mitt ađ ég fór helst ekki neitt nema vera viss um ađ ég kćmist auđveldlega á salerni. Sem betur fór sýndi mađurinn minn mikinn skilning ţessum erfiđleikum mínum og ótrúlega ţolinmćđi.

Hiđ jákvćđa í ţessu var ađ ég var mikiđ heima og var helst ekki ađ vinna á sumrin. Ţađ kom auđvitađ börnunum og heimilinu vel. Ég fékk atvinnuleysisbćtur sumariđ eftir fyrsta veturinn minn í Háskóla Íslands. Ég var ekki vinnufćr vegna kvíđa en ég gćtti ţess vel ađ gera sem minnst úr erfiđleikum mínum. Ekki er langt síđan ég „kom út úr skápnum“ međ ţetta. Mér fannst bćđi vandrćđalegt ađ rćđa kvíđa minn og afleiđingar hans sem komu auk líkamslegs lasleika einnig fram í örvćntingu og grátköstum.

Mér fannst ég líka mćta ákveđnum fordómum vegna veikinda minna. Ég fór á milli lćkna en ţeir vissu ekki í fyrstu hvađ vćri ađ mér. Svo gerđist ţađ ađ ég fékk slćmt ofsakvíđakast og fór á bráđadeild, hélt ég vćri ađ kafna. Eldri lćknir sem skođađi mig sagđi: „Ćtli ţú sért ekki bara međ kvíđaröskun?“ Í nćsta kasti leitađi ég ţví á geđsviđ Landspítalans og fékk ađstođ, svo sem hugrćna atferlismeđferđ og lyf. Aukaverkanir lyfjanna voru svo slćmar ađ ég hćtti á ţeim. Ţau deyfđu mig ţađ mikiđ ađ mér fannst ég eins og lifandi dauđ. Ég hćtti ađ taka ţau ţegar ég varđ ófrísk ađ ţriđju dóttur minni.

Föst í vítahring

Ég skánađi viđ hugrćnu ađferlismeđferđina og fleira sem ég prófađi – en mér batnađi ekki. Ég fór til sálfrćđings en fannst hann lítiđ gera fyrir mig - kom jafnvel ekki ţegar ég átti tíma. Mér fannst ţađ ţungbćr höfnun og ári síđar lagđi ég fram kvörtun til umbođsmanns sjúklinga vegna ţessa. Fljótlega eftir ţađ hringdi geđlćknir til mín. Mér var svo vísađ til geđhjúkrunarfrćđings sem gerđi mér gott. Ég fór líka í iđjuţjálfun. Ástand mitt skánađi, ég gat gert ýmislegt sem ég gat ekki áđur. Geđhjúkrunarfrćđingurinn beitti dáleiđslu til ađ fá mig til ađ slaka á, setti mig í nálastungur og nýtti ţekkingu sína í EMDR, sem er međferđ viđ áfallastreituröskun eins og illa haldnir hermenn fá stundum. Loks fór ég í iđjuţjálfun.“

Ég hafđi fengiđ mér vinnu á leikskóla og ţađ gekk. Margt treysti ég mér ţó ekki í – var alltaf á hálfgerđum flótta undan ţessum vandrćđum. Réđi mig ađeins í vinnu ţar sem ég hafđi svigrúm. Í raun stjórnađi kvíđaröskunin lífi mínu og smám saman vissi ég hvar öll helstu almenningssalerni voru í Reykjavík. Ég upplifđi skömm vegna veikinda minna en hafđi líklega sjálf mesta fordóma gagnvart ţeim.

Ég vildi ekki segja ađ ég vćri veik heldur fannst mikilvćgt ađ segja umhverfinu ađ ég vćri ađ sinna ýmsum verkefnum. Á hinn bóginn hef ég gert margt sem ég ella hefđi ekki fengist viđ ef kvíđinn hefđi ekki hamlađ mér. Ég hćtti ađ reykja og drekka kók, fór í heilsurćkt og jóga – hreyfing er mér brýn nauđsyn. Og ekki má gleyma hugleiđslunámskeiđi sem ég fór á og gerđi mér gott.

Smám saman fékk ég meira sjálfstraust. Ţar kom ađ ég ákvađ ađ hćtta ađ vinna á leikskólanum og fara aftur í nám. Í Háskóla Íslands fór ég í mastersnám í markađsfrćđi og alţjóđaviđskiptum og lauk ţví áriđ 2012. Ég var óneitanlega mjög kvíđin međan á ţví námi stóđ.“

Hvađ varđ til ţess ađ ţú leitađir til VIRK?
„Eftir námslokin ţurfti ég ađstođ viđ ađ takast á viđ kvíđaröskunina. Ég leitađi á geđsviđ Landspítalans og fékk ţar góđa ađstođ. Ţar hitti ég mann sem vann sem sjálfbođaliđi viđ ađ hjálpa fólki ađ finna vinnu viđ sitt hćfi. Hann fór yfir málin međ mér. Viđ hittumst af og til í hálft ár, fyrir hans tilstilli fékk ég vinnu. Ţessi mađur fór síđar ađ vinna hjá VIRK. Á geđsviđinu var mér bent á ađ rćđa viđ ráđgjafa VIRK hjá stéttarfélagi mínu svo ég gćti sótt um endurhćfingarlífeyri međan ég vćri ađ vinna í mínum málum. Ég fékk nöfn á ráđgjöfum sem ég gćti leitađ til og skođađi myndir af ţeim sem til greina komu. Valdi svo mannesku sem mér fannst góđleg á myndinni.

Ráđgjafinn minn hjá VIRK sagđi mér ţegar ég útskrifađist ađ í fyrstu hefđi hann taliđ ađ ég ţyrfti ekki ađstođ lengi – ég er yfirleitt róleg og kem vel fyrir. Svo fór ţó ađ ég var í ţessu samstarfi viđ VIRK í tvö ár. Mér fannst ţetta ótrúlega erfitt í upphafi og grét oft. Ég var spurđ hvers vegna ég vćri ţarna og hvađ ég vildi ađ gert vćri fyrir mig. Ţetta var mér afar viđkvćmt ţví ég átti bágt međ ađ tjá vanda minn – en ég gerđi ţađ. „Langar ţig ađ vinna?“ sagđi ráđgjafinn. Ég sagđi eins og var ađ helst langađi mig upp í rúm og breiđa sćngina yfir höfuđ.

Á vinnusamningi frá VIRK

Ráđgjafinn fékk fyrir mig sálfrćđitíma hjá Kvíđameđferđarstöđinni hjá sálfrćđingi sem mér líkađi mjög vel viđ. Fyrst fór ég til hans einu sinni í viku en smám saman tók ađ lengjast tímabiliđ milli funda okkar. VIRK lagđi út fyrir ţessu öllu. Ađstođin sem ég fékk hjá VIRK fólst mest í sálfrćđitímunum. Satt ađ segja hefđi ég ekki veriđ tilbúin í ţetta samstarf fyrr. Svona sjálfsvinna reynir mikiđ á.

Ég fékk endurhćfingarlífeyri í eitt og hálft ár. Ţar kom svo ađ ég fór ađ fara í atvinnuviđtöl í samráđi viđ ráđgjafa VIRK. Ég hef vafalaust veriđ mjög stíf í ţeim viđtölum en ég mćtti ţó međ mína ferilskrá. Ég fékk vinnu hjá sjávarútvegsfyrirtćki viđ skrifstofustörf. Ţar byrjađi ég á vinnusamningi sem VIRK gerđi fyrir mig. Eftir ađ honum lauk fékk ég vinnu ţarna áfram. Ţetta gekk fínt í ţrjú ár en ţá fannst mér kominn tími til ađ breyta. Ég vildi fá vinnu á mínum forsendum og fékk hana. Ég vinn núna hjá fyrirtćki sem framleiđir hollt fćđi. Ţađ er skemmtilegt koma í vinnu ţar sem mađur er algerlega á eigin verđleikum, núna finnst mér ekkert mál ađ sćkja um vinnu.“

Tókst ţér ađ halda heimilis- og fjölskyldulífi í lagi?
„Já, mér hefur tekist ţađ. Ég missti ađ vísu um tíma dálítiđ samband viđ vini mína en hef veriđ ađ vinna ţađ upp. Ég gćtti ţess sem fyrr sagđi ađ hafa alltaf eitthvađ viđfangsefni sem ég gćti sagt ađ ég vćri ađ vinna ađ. Ţannig gat ég komist hjá ađ viđurkenna ađ ég vćri heima vegna kvíđa. Núna er ég í jóga og Crossfit, ég set hreyfingu í forgang. Ég er líka í hugleiđslu, lćknir sem ég rakst einu sinni á benti mér á ađ slíkt gćti hjálpađ gegn kvíđa og ég hef veriđ í hugleiđslu síđan. Svo sinni ég auđvitađ heimilinu og vinn mína vinnu samviskusamlega.

Tvö ár eru síđan ég hćtti í samstarfinu viđ VIRK. Ég veit ađ ég gćti leitađ til ráđgjafans míns ef ég ţyrfti og einnig gćti ég fariđ í sálfrćđitíma, ég er međ tölvupóstfang hjá sálfrćđingnum. En núna líđur mér ţađ vel ađ ég ţarf ţess ekki. Ég hef komiđ lífi mínu í góđan farveg og gćti ţess ađ halda mér viđ efniđ. Ýmislegt er ég ţó ekki farin ađ treysta mér til ennţá – svo sem ađ standa upp og halda rćđu. En ég tek ć fleiri áskorunum og reyni ađ lifa sem mest í núinu. Ţađ hjálpar mest ađ taka slaginn. Ég er ţakklát fyrir ţađ sem lífiđ hefur fćrt mér og fyrir ţađ sem fyrir mig hefur veriđ gert.“

Viđtal: Guđrún Guđlaugsdóttir
Viđtaliđ birtist í ársriti VIRK 2017

Lestu fleiri reynslusögur einstaklinga hér.


Hjálpar mest ađ taka slaginn
Eyrún Huld glímdi viđ kvíđaröskun í fimmtán ár og var föst í vítahring sem hún náđi ađ rjúfa og snúa aftur inn á vinnumarkađinn međ ađstođ VIRK.

Svćđi

  • Guđrúnartún 1 | 105 Reykjavík
  • sími 535 5700
  • Kt. 440608-0510
  • virk@virk.is

Opnunartími skrifstofu: 9:00 - 16:00 (15:00 á föstudögum)