Heldur mér í vinnu um ókomin ár

Guđrún

„Starfsendurhćfingarsjóđurinn er frábćrt framtak stéttarfélaganna. Ráđgjafarnir eru alltaf reiđubúnir ađ leita lausna og hafa hjálpađ mér ađ hjálpa mér sjálf. Ég ratađi ekki ein út úr ţví völundarhúsi sem ég var í. Ef ég hefđi ekki fengiđ ţessa ađstođ hefđi ég líklega neyđst til ađ draga verulega úr vinnu og ţurft ađ treysta á verkjalyf til ađ ţrauka af dagana. Ég er sannfćrđ um ađ ţessi ađstođ heldur mér í vinnu um ókomin ár.“

Guđrún var í fullu starfi, en snemma árs 2009 rak hún sig enn einu sinni á hversu erfitt var ađ kljást viđ bakverkina, sem höfđu fylgt henni í 20 ár, eđa frá ţví ađ hún var 25 ára. Hún fékk brjósklos ć ofan í ć og af ţví leiddu alls konar aukakvillar. „Ég var alltaf hjá sjúkraţjálfara og fékk hluta kostnađar endurgreiddan hjá stéttarfélaginu mínu. Í átta ár starfađi ég á rannsóknarstofu, en mér reyndist of erfitt ađ standa allan daginn og gafst upp. En í nýja starfinu sat ég allan daginn og ekki var ţađ betra fyrir bakiđ. Ég sneri ţví aftur á gamla vinnustađinn, sem bauđ mér vinnu ţar sem ég er meira á ferđinni, ég hvorki stend né sit allan daginn.“

Skilningur hjálpađi mikiđ

Guđrún var ánćgđ međ umbreytinguna, en ţegar álagiđ jókst í starfinu fyrri hluta árs 2009 fann hún ađ allt leitađi í sama fariđ. Hún fór á sjúkrahúsiđ í Stykkishólmi ţar sem Jósef Blöndal lćknir tók vel á móti henni. „Ég upplifđi mig í raun hrausta, en veiki hlekkurinn var ţessi hryggjarliđur, sem alltaf var til ama. Jósef sagđist ekki geta veitt mér neina töfralausn, en hann gćti sýnt mér hvađ ég gćti sjálf gert. Hann var fyrsti mađurinn sem ég hitti sem gerđi sér algjörlega grein fyrir hversu mikil áhrif langvarandi bakveiki getur haft fyrir fólk. Sá skilningur hans hjálpađi mér mikiđ.“

Ţegar dvölinni í Stykkishólmi lauk var ljóst ađ Guđrún ţurfti hjálp, ef henni ćtti ađ takast ađ sinna starfi sínu áfram. „Ţá frétti ég af Starfsendurhćfingarsjóđi. Ég var ákveđin í ađ reyna ađ rjúfa ţennan hring sem ég var í, ţar sem ég gekk fram af mér međ vinnu međ reglulegu millibili og var svo jafnvel rúmföst dögum saman vegna verkja. Eitt áriđ var ég svo slćm ađ ég var nánast búin ađ lesa allar bćkurnar, sem taldar voru upp í Bókatíđindum, ţví ég lá alltaf fyrir og las. Ţađ telst kannski eini kosturinn viđ bakverkina; ég hef lesiđ margar, góđar bćkur!“

Margar lausnir til

Soffía ráđgjafi hjá Eflingu tók á móti Guđrúnu ţegar hún leitađi til Starfsendurhćfingarsjóđs. „Hún hefur leitađ allra leiđa til ađ hjálpa mér. Hún sendi iđjuţjálfa til mín í vinnuna, til ađ meta hvort ég gćti boriđ mig betur ađ viđ störfin og ţannig reynt minna á bakiđ. Hann stillti međal annars skjáinn á tölvunni og benti mér á ađ sitja aldrei lengur í einu en 40-60 mínútur. Iđjuţjálfinn kom líka heim til mín og gaf margar gagnlegar ábendingar, fór yfir stađsetningu á heimilistćkjum og bannađi mér ađ fara út í búđ nema međ sérstakan ađstođarmann til ađ bera alla pokana. Hann bannađi mér líka ađ stunda heimilisstörf lengur en í 40 mínútur á dag, en ég hef átt dálítiđ erfitt međ ađ fylgja ţeirri stífu reglu. Mér hefur ţó tekist ađ ná ţeim tíma niđur í 40-60 mínútur ţegar mikiđ liggur viđ. Svo fór ég til endurhćfingarlćknis og sjúkraţjálfara, allt saman ađ ráđi Soffíu. Ég fékk ákveđnar ábendingar frá ţeim, en annars studdist ég ađ mestu áfram viđ ráđleggingar Jósefs. En Soffía hefur líka bent mér á ýmislegt, sem getur létt mér lífiđ. Iđjuţjálfarar selja til dćmis ýmis verkfćri, sem létta heimilisstörfin og grindur fyrir blöđ og tölvur og fleira í ţeim dúr. Ţađ eru svo margar lausnir til, en ţá verđur fólk líka ađ vita af ţeim.“

Guđrún hefur einnig stundađ sérstaka bakleikfimi hjá Hörpu Helgadóttur sjúkraţjálfara. „Ţessi bakleikfimi, sem kallast Breiđu bökin, skiptir miklu máli. Soffía ráđgjafi hefur sótt um styrki fyrir mig, svo ég geti nýtt mér ţessi úrrćđi, ţví ţau kosta auđvitađ sitt.“

Frábćrt framtak

Hún segist óttast um geđheilsu sína, ef hún neyddist til ađ hćtta ađ vinna. „Mér finnst mjög mikilvćgt ađ geta stundađ vinnu. Međ ţeirri ađstođ, sem ég fć hjá Starfsendurhćfingarsjóđi, get ég haldiđ starfinu mínu. Mér kom á óvart ađ ţetta úrrćđi vćri til. Sjóđurinn er frábćrt framtak og ţótt starfiđ kosti áreiđanlega eitthvađ hlýtur sá kostnađur ađ vera svo miklu minni en sá sem hlýst af ţví ađ missa fólk út af vinnumarkađnum. Sumt af ţví, sem sjóđurinn hefur gert fyrir mig, er kannski smátt út af fyrir sig, en ţegar allt er lagt saman er ljóst ađ stuđningurinn hefur skipt sköpum. Ég hef tekiđ miklum framförum og núna veit ég hvar mörkin liggja og ađ ég verđ ađ virđa ţau. Ég hef jafnvel getađ veriđ án verkjalyfja dögum saman, sem hafđi ekki gerst um árabil. Pillurnar slökkva bara á sársaukanum, en laga ekkert. Nú er kominn tími til ađ reyna ađ laga.“
Guđrún á sér ţađ takmark ađ bakverkirnir hverfi alveg. „Ég veit ađ ţađ takmark er enn langt í burtu, en ég ćtla mér ađ komast ţangađ. Sá skilningur, sem ég hef mćtt, hefur aukiđ mér sjálfstraust og styrk. Ég fann oft fyrir ţví áđur fyrr ađ fólk áleit bakverki ekki „raunverulegt“ heilsufarsvandamál og ţá brást ég gjarnan viđ međ ţví ađ ćtla mér um of. Til allrar hamingju sýnir vinnuveitandi minn mér hins vegar mikinn skilning.

Einu sinni heyrđi ég gamla konu segja, ađ fyrst mér vćri sendur ţessi heilsubrestur vćri mér ćtlađ ađ ráđa viđ hann. Og ţađ ég ćtla mér ađ gera – međ ráđgjöf og ađstođ.

Lestu fleiri reynslusögur einstaklinga hér.


Heldur mér í vinnu um ókomin ár
„Mér finnst mjög mikilvćgt ađ geta stundađ vinnu. Međ ţeirri ađstođ, sem ég fć hjá Starfsendurhćfingarsjóđi, get ég haldiđ starfinu mínu. Mér kom á óvart ađ ţetta úrrćđi vćri til. Sjóđurinn er frábćrt framtak og ţótt starfiđ kosti áreiđanlega eitthvađ hlýtur sá kostnađur ađ vera svo miklu minni en sá sem hlýst af ţví ađ missa fólk út af vinnumarkađnum. Sumt af ţví, sem sjóđurinn hefur gert fyrir mig, er kannski smátt út af fyrir sig, en ţegar allt er lagt saman er ljóst ađ stuđningurinn hefur skipt sköpum. Ég hef tekiđ miklum framförum og núna veit ég hvar mörkin liggja og ađ ég verđ ađ virđa ţau. Ég hef jafnvel getađ veriđ án verkjalyfja dögum saman, sem hafđi ekki gerst um árabil. Pillurnar slökkva bara á sársaukanum, en laga ekkert. Nú er kominn tími til ađ reyna ađ laga.“

Svćđi

  • Guđrúnartún 1 | 105 Reykjavík
  • sími 535 5700
  • Kt. 440608-0510
  • virk@virk.is

Opnunartími skrifstofu: 9:00 - 16:00 (15:00 á föstudögum)