Enginn svikinn af VIRK

Magnús Árni Gunnlaugsson

„Mér var bent á ađ fara í samstarf viđ VIRK af Vilhjálmi Birgissyni formanni Verkalýđsfélags Akraness og sjúkraţjálfaranum mínum, Georgi Janussyni,“ segir Magnús Árni Gunnlaugsson sem var sjómađur en starfar nú hjá Norđuráli.

„Ég hafđi veriđ talsverđan tíma hjá sjúkraţjálfaranum vegna afleiđinga sjóslyss sem ég lenti í áriđ 2011. Ţađ sökk bátur sem ég var á viđ Akurey, viđ vorum tveir á bátnum og björguđumst báđir,“ segir Magnús Árni Gunnlaugsson. „Ég hékk á hćgri hendinni ţegar báturinn fór hringinn í sjónum og tognađi illa á öxl og handlegg í ţeim atgangi. Ţetta var í mars og sjórinn kaldur, innan viđ tvćr gráđur. Viđ vorum í sjónum í 25 mínútur, ţá kom björgunarsveitin Ársćll og tók okkur upp í gúmmíbát. Ég sleppti ekki takinu á bátnum ţegar hann valt um af ţví ađ ég hafđi ekki komist alveg í björgunargallann, var bara kominn í skálmarnar. Félagi minn komst ekki í galla og ég hjálpađi honum í hann. Viđ hefđum báđir dáiđ ef ég hefđi ekki hangiđ á bátnum, ţađ er alveg öruggt.

Eftir ţetta sjóslys var ég afskaplega slćmur í öxlinni og handleggnum, var alveg frá. Og verkurinn versnađi er frá leiđ.  Ég er ekki laus viđ hann enn í dag.“

Varstu frá vinnu lengi?
„Ţegar slysiđ varđ var ég í sumarfríi og var í raun ađ kenna bátseigandanum hvernig hann ćtti ađ međhöndla veiđarfćri og sjálfan bátinn. En ţetta fór nú svona. Ég var ţá sjálfur hćttur ađ sinna sjómennsku sem ađalstarfi og hafđi veriđ starfsmađur hjá Norđuráli ţá í fjögur ár.“

Hvernig gekk ţér ađ komast til vinnu eftir slysiđ?
„Ég gat ekki unniđ í eitt og  hálft ár. Ég hafđi eftir slysiđ samband viđ sjúkraţjálfarann og var hjá honum tvisvar til ţrisvar í viku. En ţegar ég lagađist ekki, heldur fremur versnađi, stakk hann upp á ađ ég fćri og talađi viđ ráđgjafa hjá VIRK. Ég hafđi áđur samband viđ Vilhjálm Birgisson og spurđi hann hvort ég gćti ekki leitađ til VIRK og hann sagđi ađ ţađ skyldi ég gera. Benti mér eindregiđ á ţann möguleika.

Í framhaldi af ţví fór ég til ráđgjafa VIRK hjá Verkalýđsfélagi Akraness. Ráđgjafinn benti mér á margar leiđir og möguleika. Hann hafđi líka samband viđ atvinnurekanda minn til ţess ađ halda ţví opnu ađ ég gćti síđar byrjađ ađ vinna, en hćgt í byrjun. Norđuráll, ţar sem ég vinn enn, kom mjög vel á móti mér og yfirmađurinn minn á vaktinni, Birna Björnsdóttir, kom ţví ţannig fyrir ađ ég mćtti mćta ţegar ég treysti mér til í byrjun.

Ég sótti um endurhćfingarlífeyri ađ uppástungu ráđgjafa VIRK og fékk hann og ţađ var mikil hjálp. Ég fékk ţann lífeyri í nokkra mánuđi og jafnframt var ég í međferđ hjá sjúkraţjálfaranum mínum einu sinni í viku. Smám saman fór ég heldur ađ lagast en ţađ vantar mikiđ upp á ţađ enn ađ ég sé jafngóđur. Viđtölin viđ ráđgjafann og sú ađstođ sem hann veitti og sjúkraţjálfunin var mér mikil hvatning til ţess ađ hefja störf ađ nýju sem fyrst.

Allir ţurfa ađ finna ađ ţeir séu međ í ţjóđfélaginu og VIRK veitir mikla hvatningu í ţá átt. Ţađ er ekki gaman ađ vera á bótum. Ţađ mćtti gera meira í ţví ađ koma fólki sem lendir á örorku í ţađ stand ađ ţađ geti unniđ – sé ţađ mögulegt. Ţađ er andlega og félagslega mikill plús ef ţađ tekst – ađ ekki sé talađ um hve miklu ţađ skiptir fyrir ţjóđfélagiđ.“

Hvernig reiddi ţér af andlega eftir ţetta slys?
„Ţađ var bara allt í lagi hjá mér. Ég hef stundađ sjó frá ţví ég var ungur strákur, byrjađi snemma á grásleppuveiđum. Mađur hefur nú oft í tímans rás lent í slíkum veđrum, ađ ekki var víst ađ mađur nćđi landi. Ţetta sjóslys var ekki neitt mikiđ meira en svoleiđis túrar.

Ég er nú 54 ára gamall. Ég var orđinn ţreyttur á sjómennskunni. Vildi breyta til og prófa annađ. Ég leitađi ţví í vaktavinnu, ţađ gera margir gamlir sjómenn. Í slíkri vinnu eru góđ frí á milli. Meiri frí en á sjónum, ţar var mađur alltaf „á tánum“, brćlurnar gáfu manni ekki frí.“

Ertu fjölskyldumađur?
„Ég er kvćntur mađur og á eina uppkomna dóttur og fjögur barnabörn. Konan mín tók slysinu af ćđruleysi en henni er illa viđ ađ ég sé á sjónum.“

Telur ţú ađ VIRK ađkoma VIRK ađ ţínum málum hafi skipt miklu?
„Mér finnst hún hafa skipt mjög miklu. Hún varđ mér mjög mikil hvatning og svo fékk ég svo margar góđar ábendingar, hvernig eigi ađ snúa sér í málum gagnvart kerfinu. Ţar ţekkir fólk yfirleitt ekki vel til nema ađ komast í svona ađstćđur eins og ég gerđi í kjölfar slyssins. Ég vissi lítiđ um hvađa rétt ég ćtti í ţessu eđa hinu. Nú er ég reynslunni ríkari. Ađ sjálfsögđu. Mín reynsla hefur mótađ hjá mér ţá skođun ađ mikilvćgt sé ađ starfsemi VIRK haldi áfram og fái ađ ţróast í rétta átt.“

Hvernig gengur ţér ađ vinna núna?
„Ţađ gengur sćmilega nema hvađ ég er oft illa haldinn af verkjum. Ţađ voru teknar myndir af skađanum og í ljós kom ađ ţađ gćti ţurft ađ gera á mér ađgerđ. En ég er ađ draga ţađ, athuga hvort ţetta lagast ekki smám saman. Ég vona ađ svo verđi. En vissulega mun ég fara í ađgerđ ef niđurstađan verđur sú ađ ég ţurfi ţess.“

Ertu enn í sambandi viđ VIRK?
„Nei, ekki lengur. Eftir sjóslysiđ fékk ég áfallahjálp hjá sálfrćđingi sem ađstođar bćđi lögreglu og sjúkraflutningamenn sem koma ađ slćmum slysum. Ég fór međ félaga mínum í eitt skipti til sálfrćđingsins, en honum fannst ég vera í góđum málum. Ég var ekki talin ţurfa á frekari sálfrćđiađstođ ađ halda.

Ţremur dögum eftir sjóslysiđ var mér bođiđ ađ róa á öđrum bát. Ég fór međ félaga mínum, sem lent hafđi í sjóslysinu međ mér á grásleppuveiđar fljótlega eftir ţađ. Ég gat nánast ekkert unniđ nema međ vinstri hendinni, en ţetta hafđist samt. Félagi minn varđ ekki fyrir meiđslum en varđ mjög kaldur í sjónum. Ađ öđru leyti varđ honum ekki meint af.

Eftir sjóslysiđ hafđi ég fariđ í skođun á Landspítalanum í Fossvogi, ţar var ég ađeins hitađur upp og fékk svo ađ fara heim. Meiđslin á handleggnum komu ekki fram ađ ráđi fyrr en nokkru síđar og smátt og smátt ágerđust ţau ţar til öxlin beinlínis fraus. Eftir ţađ varđ ég óvinnufćr.

Ég er nú komin til vinnu og gengur ágćtlega nema hvađ verkina snertir. Ég vil ţakka VIRK fyrir ţá góđu ađstođ sem ég fékk. Mitt álit er ađ starfsemin sem ţar er rekin sé mjög uppbyggjandi fyrir ţá sem lenda í erfiđum ađstćđum, eins og ég gerđi. Ég hvet fólk eindregiđ til ađ nýta sér starfsemina hjá VIRK. Ţađ er engin svikinn af ađstođ VIRK.“

Viđtal: Guđrún Guđlaugsdóttir
Mynd: Skessuhorn

Lestu fleiri reynslusögur einstaklinga hér.


Enginn svikinn af VIRK
„Ég er nú komin til vinnu og gengur ágćtlega nema hvađ verkina snertir. Ég vil ţakka VIRK fyrir ţá góđu ađstođ sem ég fékk. Mitt álit er ađ starfsemin sem ţar er rekin sé mjög uppbyggjandi fyrir ţá sem lenda í erfiđum ađstćđum, eins og ég gerđi. Ég hvet fólk eindregiđ til ađ nýta sér starfsemina hjá VIRK. Ţađ er engin svikinn af ađstođ VIRK.“

Svćđi

  • Guđrúnartún 1 | 105 Reykjavík
  • sími 535 5700
  • Kt. 440608-0510
  • virk@virk.is

Opnunartími skrifstofu: 9:00 - 16:00 (15:00 á föstudögum)