Ég er minn eigin fjársjóđur

Guđni Örn Jónsson

Ég var útbrunninn, ţađ var ađdragandi ţess ađ ég leitađi til VIRK,“ segir Guđni Örn Jónsson húsasmíđameistari og byggingartćknifrćđingur. Ég hitti hann á heimili hans, ţar sem hann hefur í krafti ţekkingar sinnar og fćrni breytt óinnréttuđum kjallara í fallega og frumlega íbúđ.

Efri hćđir hússins eru nú ađ fá nauđsynlega andlitslyftingu og viđgerđir. Segja má ađ ţetta ferli hússins sé sambćrilegt viđ ţađ mikla starf sem Guđni Örn hefur unniđ međ erfiđa reynslu sem hann hefur af hugrekki og ţrautseigju tekist á viđ til ađ bćta líf sitt. Nú síđasta ár međ ríkulegu samstarfi viđ VIRK.

„Ég byrjađi á grunninum og hef svo unniđ mig hćgt og rólega upp úr vanlíđan. Ég gekk á eigin fjármuni og fékk endurhćfingarlífeyri hjá Tćknifrćđingafélaginu og Lífeyrissjóđi verkfrćđinga til ţess ađ geta af alhug beitt mér í ţví mikla ferli sem viđ tók ţegar ég ákvađ ađ hćtta ađ byrgja sára reynslu inni. Ég var sem barn og unglingur misnotađur af eldri mönnum sem ég treysti vel. Ţeir nýttu ađstćđur og yfirburđi til ţess ađ gera mér ţetta. Ţađ kostađi mig mikiđ sálarstríđ ađ fara út í ađ opna ţetta mál. Ég leitađi til Stígamóta og Drekaslóđar og vann ţar í hópastarfi og fékk einkasamtöl. Allt ţetta var mikil hjálp,“ segir Guđni Örn Jónsson.

Hann sýnir mér stóra möppu ţar sem hann hefur skráđ ýmsar hugsanir sem fariđ hafa í gegnum huga hans í bataferlinu. Ţar má sjá bćđi bréf og frásagnir sem tengjast uppgjöri hans viđ liđinn tíma. Sem og sýnir hann mér dagbók ţar sem hann fćrir inn líđan sína dag frá degi.

„Bataferliđ tók langan tíma. Hófst í mínum huga fyrir alvöru áriđ 2011, en ég var farinn ađ reyna ađ losna miklu fyrr og međ hléum allt fram á ţennan dag. Heimilislćknirinn minn hefur veriđ stođ og stytta og áriđ 2006 fór ég í Hveragerđi, ţađ gerđi mér gott,“ segir hann. Áriđ 2002 skildu Guđni og eiginkona hans til tuttugu ára og ţađ gerđist ekki átakalaust sem eđlilegt má teljast.

Sjálfsmyndin raskađist

„Viđ giftumst ung og vorum dugleg, komum okkur upp íbúđ og eignuđumst ţrjú börn, en smám saman var ekki lengur forsenda fyrir ţessu hjónabandi. Um tíma komu upp verulegar deilur, en ég dró mig út úr ţeim,“ segir Guđni. Ţessir erfiđleikar voru ađeins forsmekkurinn ađ ţví sem viđ tók er Guđni tók ađ gera upp viđ hina erfiđu reynslu úr fortíđinni. „Ég ólst upp hjá góđum foreldrum og systkinum en allt breyttist ţegar misnotkunin hófst. Ég sagđi engum frá ţví sem gerst hafđi. Beindi reiđi minni yfir í keppnisskap. Tók ţátt í íţróttum og fékk ţar mikla útrás. Ég varđ ekki lćs fyrr en ég var tólf ára gamall. En ţá breyttist margt. Einkunnir mínar tókubeinlínis heljarstökk upp á viđ. Ég hafđi náđ tökum á lestrartćkni, hafđi gaman af ađ lćra og nýtti mér ţađ tćkifćri vel. Ég varđ húsasmíđameistari og síđar byggingartćknifrćđingur og starfađi lengi hjá virtri verkfrćđistofu. Ţar hćtti ég samkvćmt samkomulagi til ađ vinna í mínum málum. Annađ var ekki hćgt, mér leiđ orđiđ svo illa. Sjálfsmynd mín hafđi raskast verulega viđ misnotkunina og ţađ var afskaplega erfitt ţegar mér varđ ljóst ađ ég gat ekki treyst fólki á eđlilegan hátt. Ég hafđi vegna reynslu minnar ranga mynd af trausti. Ţađ var verulega sárt ađ uppgötva ţetta, ţađ er ekki langt síđan ég gerđi ţađ. En ţessi uppgötvun hefur samt hjálpađ mér, ég er ađ vinna í ţví ađ leiđrétta ţessa skekkju. Ég hef stundum ekki einu sinni getađ treyst sjálfum mér, – en ţetta er allt ađ koma.

Reiđin varđ keppnisskap

Mér hefur einnig veriđ ţađ sár vissa ađ keppnisskapiđ mitt kom til af innibyrgđri reiđi. En á hinn bóginn hefđi ţetta getađ fariđ ver, svo sannarlega. Ég tók í sjálfu sér góđa ákvörđun ţar sem strákur. Ég fór ekki í óreglu sem unglingur. Ţađ gerđist síđar en á ţví hef ég líka tekiđ. Ég sagđi viđ föđur minn fyrir nokkrum árum: „Ég er hćttur ađ drekka.“ Og hef stađiđ viđ ţađ. Ég drakk til ađ deyfa sársauka en ég ákvađ ađ hćtta ţví og vinna á sársaukanum á annan og uppbyggilegri hátt. Og mér tókst ţađ.

Svo fjölmargt hefur breyst viđ alla ţá sjálfsvinnu sem ég hef innt af hendi og vegna ţeirrar ađstođar sem ég hef fengiđ, međal annars fyrir tilstilli VIRK.

Segja má ađ ég hafi löngum veriđ sjálfum mér harđur húsbóndi. Ég gerđi meiri kröfur á mig heldur en umhverfi mitt og loks gat ég ekki stađiđ undir ţeim. Ég tók ađ mér fleiri verkefni en möguleiki var á ađ sinna og átti til ađ vaka sólarhringum saman til ađ ljúka ţeim. Ţetta hafđi ekki góđ áhrif á andlega heilsu mína. Ég kunni ekki ađ setja sjálfum mér eđa öđrum mörk. Aldurinn fćrđist yfir mig og loks gat ég ekki meira, ţá var ţađ sem ég „brann út“ um tíma.

Svona gekk ţetta, dálítiđ upp og niđur ţar til áriđ 2011 ađ ég gat alls ekki meira. Ţegar ég var orđinn mjög ţreyttur helltist yfir ţunglyndi sem án efa á rćtur í misnotkun ţeirri sem ég varđ fyrir sem barn og unglingur. Lengi vel afneitađi ég ţessari reynslu. Og sennilega hefur ţađ veriđ bjargráđ hugans á ţeim tíma. En áriđ 2011 kom ađ ţví ađ ég tók ákvörđun um ađ gera eitthvađ verulegt í ţessum málum.

Fékk erfiđ ţunglyndisköst

Lengi vel fékk ég erfiđ ţunglyndisköst en eftir ađ ég hóf ađ vinna úr reynslu minni hefur ţunglyndiđ veriđ auđveldara viđfangs, ég kann núna ađ vinna úr ţví og er fljótur ađ finna einkennin og bregđast viđ. Ég segi stundum: Fortíđin var ţunglyndiđ, framtíđin er kvíđinn. Ţá er lítiđ pláss fyrir líđandi stund. Nú hefur orđiđ breyting á. Vil gera hlutina mjög vel, hef ljósmyndaminni og stundum hefur veriđ sagt viđ mig ađ ég hafi einhverfueinkenni.

Í framhaldi af slíkum athugasemdum ákvađ ég ađ leita eftir greiningu hjá lćkni. Í ljós kom ađ ég er haldinn ofvirkni og athyglisbresti. Ţetta kann ađ hljóma sem ókostir en ţessu má líka snúa upp í kosti. Ég hef komiđ miklu í verk. En ég hef međ ađstođ, međal annars frá ráđgjöfum frá VIRK, sálfrćđingi og geđlćkni sem ég komst í samband viđ, komist ađ raun um ađ ég ţarf ađ setja sjálfum mér ramma og halda mig innan hans. Vandrćđi mín hafa oft veriđ ţau ađ ég tek allt of mikiđ ađ mér og fć svo verkkvíđa og í framhaldi af ţví frestunaráráttu. Síđan komu alltof miklar vinnutarnir. Ţetta leiđir eđlilega til ţess ađ fólk brennur út. Ég vil ekki vera svona, ég vil vera „venjulegur“ og hef ţess vegna sett mér rammann.

Hef alltaf risiđ upp aftur

Misnotkunin hefur veriđ mér sár en ég veit ekki hvernig líf mitt hefđi orđiđ hefđi ég ekki orđiđ fyrir henni. Ţađ er erfitt ađ tala í viđtengingarhćtti. Ég hef oft gefist upp um tíma en alltaf risiđ upp aftur. Ţađ eru góđu fréttirnar. Ég hef marga góđa eiginleika sem ég met ć meira. Ég veit líka núna ađ ég er ekki sá eini í heiminum sem hefur liđiđ illa vegna reynslu minnar.

Ég sagđi foreldrum mínum áriđ 2000 fyrst frá misnotkuninni sem ég varđ fyrir á vettvangi trúfélags sem barn og frá misnotkun sem ég nokkru síđar varđ fyrir af hendi golfkennara. Stundum hef ég veriđ reiđur viđ ţau fyrir ađ passa mig ekki betur. En jafnframt veit ég ađ ţau gátu ţađ ekki. Ţau eru bestu foreldrar sem hćgt er ađ hugsa sér. Ţöggunin var líka mikil á ţessum tíma. Ég er fćddur 1958 og ţegar ég var ađ alast upp var svona hlutum tekiđ međ mikilli tortryggni, jafnvel ţótt mađur reyndi ađ segja frá. Ég átti líka í höggi viđ menn sem voru í yfirburđastöđu gagnvart mér.

Hjá VIRK komst ég strax í samband viđ mjög góđan ráđgjafa og í framhaldi af ţví var mér vísađ á námskeiđ og einnig hafđi ég frumkvćđi sjálfur í ţeim efnum. Ég fór á batanámskeiđ hjá Guđfinnu Eydal sem gerđi mér gott. Einnig fór ég í líkamsrćkt hjá Heilsuborg í fyrravetur. Í janúar í fyrra varđ svo vendipunktur í mínum málum. Ţá var mér beint af VIRK á námskeiđ til Profectus. Ţar hitti ég ráđgjafa sem las mig gjörsamlega og hjálpađi mér gríđarlega mikiđ. Ég hafđi haft litla trú á sjálfum mér en ţarna hitti ég mann sem sagđi fallega hluti viđ mig og stoppađi mig af, sagđi mér ađ loka, hćtta ađ vinna í misnotkunarmálunum. Ég hafđi skrifađ greinar og ýmislegt annađ gerđi ég. En ţetta var í raun búiđ ađ skila mér ţví sem mögulegt var. Ţetta sá ráđgjafinn hjá Profectus. Ég fór ađ sinna sjálfum mér meira og ţađ leiddi til góđs. Allt breyttist til hins betra.

Er nú eigin húsbóndi

Mér var líka kennt ađ taka mér öđru hvoru frí frá erfiđum uppgjörsmálum. Einu sinni var sagt viđ mig hjá Stígamótum: „Nú ferđ ţú í jólafrí Guđni.“ Ţađ er ótrúlega gott ađ hvíla sig á stöđugum hugsunum um erfiđ úrlausnarefni. Ţetta er gott ráđ.

Núna líđur mér vel innra međ mér. Ég ćtlađi ađ taka fjögur ár, heilt kjörtímabil, til ađ vinna í mínum málum. En ţađ tók skemmri tíma ađ ná árangri en ég bjóst viđ. Sálfrćđitímarnir á vegum VIRK og tímarnir hjá geđlćkninum vegna ofvirkninnar og athyglisbrestsins hafa skilađ mér miklu. Ég hef fengiđ góđ ráđ sem ég gríp til ţegar ég ţarf. Ramminn er svo afskaplega mikilvćgur. Ég hef gert mér ljóst ađ ég á ađeins eitt líf, ég er minn eigin fjársjóđur og ţarf ađ halda vel utan um hann.

Nú er ég eigin húsbóndi á vinnumarkađinum, vinn viđ ráđgjafastörf í sambandi viđ endurbćtur á byggingum og sem dómskvaddur matsmađur. Ég er međ starfsmann í hlutastarfi og ţetta gengur vel.

Ég er lánssamur mađur og er hćgt og rólega ađ nálgast drauma drauma minna. Ég er sáttur viđ stöđu mína eins og hún er og mér hefur tekist ađ skapa mér gott líf, ţar hefur margt komiđ til, međal annars gott samstarf viđ VIRK.“

Viđtal: Guđrún Guđlaugsdóttir
Viđtaliđ birtist í ársriti VIRK 2015.

Lestu fleiri reynslusögur einstaklinga hér.

 


Ég er minn eigin fjársjóđur
Guđni Örn Jónsson var útbrunninn en vann úr erfiđri reynslu af miklilli ţrautseigju, tókst ađ bćta líf sitt og snúa aftur til vinnu.

Svćđi

  • Guđrúnartún 1 | 105 Reykjavík
  • sími 535 5700
  • Kt. 440608-0510
  • virk@virk.is

Opnunartími skrifstofu: 9:00 - 16:00 (15:00 á föstudögum)