Ég á VIRK mikiđ ađ ţakka

Rósa María Ingunnardóttir

„Ég er afskaplega fegin ađ hafa fariđ ţessa leiđ,“ segir Rósa María Ingunnardóttir um samstarf sitt viđ VIRK Starfsendurhćfingarsjóđ.
 
„Mér fannst ţetta samt skammarlegt fyrst, fannst ég ekki eiga heima ţarna. En sú tilfinning hvarf skjótt. Ég hafđi orđiđ fyrir mörgum áföllum á skömmum tíma og var orđin ţunglynd. Ég áttađi mig fljótlega á ađ ég ćtti fullt erindi í ţetta samstarf. Ég hafđi veriđ á spítala vegna oförvunar, ég gaf egg međ ţessum afleiđingum, komist í lífshćttu. Eftir ađ ţađ skánađi fór ég aftur ađ vinna. Lenti svo aftur á spítala međ bólgur á jafnvćgisstaug. Nokkru seinna fékk ég mörgum sinnum blóđtappa. Um tíma gat ég ekki keyrt bíl. Allt var ţetta mjög erfitt.  Sjálfri finnst mér nú eins og ţessi veikindi hafi stafađ af ţví mikla álagi sem margvísleg áföll ollu mér. Ţađ var komin í mig uppgjöf og ég var orđin mjög ţunglynd.

Ég fann ţó ađ á ţeim stađ vildi ég ekki vera. Ţví miđur ţekki ég marga sem eru í svona stöđu og vilja ekki gera neitt sér til hjálpar, ákveđa ađ ţeir geti alls ekki fariđ út á vinnumarkađinn. Ég ákvađ ađ enda ekki ţannig og fékk tíma hjá sálfrćđingi sem greindi mig međ áfallastreituröskun. Ţađ var byrjunin á uppbyggingunni. Međan ég var sem verst vildi ég ekki fara út úr húsi. Ég var viss um ađ fólk myndi sjá hvađ komiđ hefđi fyrir mig. En ég hafđi mig ţó á fćtur á morgnana.“

Erfiđ áföll

Áföll ţau sem Rósa María varđ fyrir voru mörg og sár.

„Mér finnst ţetta hafa byrjađ ţegar besta vinkona mín var myrt erlendis. Mamma fékk um sama leyti krabbamein og dóttir mín sagđi frá ţví í skólanum ađ hún hafđi veriđ misnotuđ af manni sem viđ mćđgur höfđum treyst vel. Viđ lćknisskođun fundust áverkar á barninu. Ég höfđađi í framhaldinu sakamál, sem tapađist. Dóttir mín hefur nú náđ sér ótrúlega, fékk góđa ađstođ - međal annars frá sálfrćđingi.

Móđir mín dó úr krabbameini, ađeins 48 ára gömul. Ţađ var mikiđ áfall. Mér fannst hún stundum hafa blendnar tilfinningar til mín. Ég ólst ekki upp hjá blóđföđur mínum. Mamma gekk međ mig ţegar hún tók saman viđ fósturföđur minn. Ţau giftust og hann ól mig upp. Ég vissi alltaf ađ ég vćri ekki dóttir hans. Mér fannst ég stundum fá ţau skilabođ ađ ég vćri ómöguleg. Ég leitađi viđurkenningar foreldra minna en fannst ég sjaldan fá hana.

Ţegar ég var ţrettán ára kynntist ég blóđföđur mínum. Hann var mér sem ókunnugur mađur. Ţau kynni hafa ekki veriđ mér til gleđi.

Eftir ađ mamma dó hćttum viđ pabbi ađ tala saman. Ég lćt ţađ ekki á mig fá. Hann hafđi gagnrýnt mig mikiđ. Sennilega er best ađ viđ vinnum úr okkar málum sitt í hvoru lagi.

Um svipađ leyti og mamma dó létust einnig afi og svo amma. Áföllin komu ţví eitt af öđru og loks var svo komiđ ađ ég gat ekki meira. Ég náđi ekki ađ vinna úr öllu ţví, sem gerđist á svo skömmum tíma. Út yfir tók svo ţegar ég varđ ţess áskynja ađ sambýlismađur minn var í lauslegu sambandi viđ ađra konu međan ég var á spítalanum. Viđ hćttum ađ búa saman í kjölfar ţess. Og vegna alls ţessa varđ ég veik, - ţađ er mín túlkun.  

Bakland mitt er fremur lítiđ. Sá sem helst hafđi hjálpađ mér var sá sem sakađur var um ađ hafa misnotađ dóttur mína. Fólkiđ hans hafđi veriđ henni og okkur báđum gott. Ţetta var ţví mikiđ áfall.“

VIRK reyndist mér vel

Ţannig var stađan ţegar ég hóf samstarf viđ VIRK. Nóg var af viđfangsefnum til ađ vinna úr. Öll áföllin, fyrrnefnd veikindi og vefjagigt, sem ég var greind međ.

Ég tók ţá ákvörđun einn daginn, fyrir tveimur árum, ađ ég vildi vinna úr ţessu öllu saman. Líka ćskunni. Ég ákvađ ađ reyna ađ fá endurhćfingarlífeyri og komast til heilsu. Ég sneri mér til ráđgjafa VIRK hjá VR og sagđi henni hvađ mig langađi til ađ gera til ađ koma mér upp úr ţessu. Ég var ţá búin ađ afla mér upplýsinga um hvađ gćti hentađ mér. Ég hafđi fariđ á námskeiđ í hugrćnni atferlismeđferđ og fór svo til ráđgjafans og sagđi ađ ég vildi fara í međferđ hjá Kvíđamiđstöđinni. Ég hafđi séđ ţá starfsemi auglýsta. Í framhaldinu fór ég í viđtöl og greiningu. Ţar var mér sagt ađ ég vćri međ „of stóran pakka“, yrđi ađ leita annađ líka. Ţá fékk ég í gegnum VIRK sálfrćđimeđferđ. Sá sálfrćđingur er búinn ađ reynast mér ótrúlega vel. Ég fékk ţetta allt greitt frá VIRK.

Ţegar ţarna var komiđ sögu var ég búin ađ sjá ađ ég yrđi ađ fá mér meiri menntun og betur launađ starf. Ég var međ stúdentspróf og hafđi lćrt förđunarfrćđi. Nú vildi ég komast í kerfisfrćđinám. Í framhaldi af ţví sendi ráđgjafi VIRK mig í Strong-áhugasviđspróf. Ég fann nám í NTV, Nýja tölvu- og tćkniskólanum, sótti um ţar og komst inn. Ţetta er dýrt nám en ráđgjafinn og sálfrćđingurinn höfđu ţá trú á mér ađ ţćr fengu styrki fyrir mig frá VIRK, VR og Kópavogsbć og ég komst í námiđ. Ţađan útskrifađist ég međ mjög góđa einkunn, var ein af ţeim hćstu. Ég var atvinnulaus í ađeins ţrjá daga. Ţá fékk ég vinnu sem kerfisstjóri hjá góđu fyrirtćki. Byrjađi sem sumarafleysingamanneskja en fékk svo ráđningu áfram.

Mikil áskorun

Mér finnst ég ţví hafa dottiđ í lukkupottinn eftir allt saman, ef svo má segja. En ég hefđi aldrei náđ ţessum árangri án ađstođar VIRK. Trú ráđgjafans og sálfrćđingsins á mér var einn lykillinn ađ uppbyggingunni. Annar var svo auđvitađ hjá sjálfri mér. Ég hafđi allan tímann hugann viđ ađ komast upp, ná árangri. Ég skođađi allt sem gćti komiđ mér ađ gagni. Ég var svo stolt ţegar vel gekk. Hugsađi: „Í dag hef ég tekiđ ţrjú skref!“ Og svo  ţegar ég kom nćst til ráđgjafans eđa sálfrćđingsins: „Nú hef ég tekiđ fjögur skref!“ Ţetta var svo mikil áskorun.

Fyrst í međferđinni ţorđi ég ekki ađ segja frá öllu sem komiđ hafđi fyrir mig. Fannst ţađ svo hrćđilega mikiđ og reyndi ađ láta ţetta líta betur út en ţađ var. Ég vildi ekki vera stimpluđ sem aumingi. En svo  ţegar líđa tók á  međferđina fór ég ađ opna mig meira. Ţá fór mér smám saman ađ líđa betur. Liđur í ţví ferli voru ţau tvö sjálfstyrkingarnámskeiđ sem ég tók ţátt í á vegum VIRK. Annađ hjá Foreldrahúsi og hitt hjá Kvíđamiđstöđinni. Ég skođađi og tók ţátt í öllu sem mér datt í hug ađ gćti komiđ ađ gagni.

Ég neita ţví ekki ađ ég grét mikiđ međan á öllu ţessu stóđ. Ţađ var svo margt sem vinna ţurfti úr. En ţetta gekk og núna líđur mér mjög vel. Viđ búum saman mćđgurnar í ágćtri íbúđ og höfum ţađ gott. Ég er dugleg ađ hreyfa mig. Líkamsrćktarstöđvar eru ekki fyrir mig, ţađ hef ég sannprófađ. En ég geng á fjöll, hjóla, hleyp og fer í göngutúra. Ţetta virkar mjög vel. Ég hef grennst og er ánćgđ međ útlit mitt. Einn daginn leit ég í spegil og sagđi viđ sjálfa mig: „Ţú ert nú bara sćt.“ Ţađ var góđ tilfinning.  

Ég hef alltaf veriđ vinmörg og hef líka eignast góđa vini í gegnum ţessa međferđ alla. Konur sem höfđu lent í svipuđum ađstćđum ađ einhverju leyti og vilja komast upp. Láta sér líđa vel og finnast ţćr eiga ţađ skiliđ. Ég á VIRK mikiđ ađ ţakka. Og líka ţeirri trú sem ég hef nú á sjálfri mér. Ég finn mig sterkari núna en nokkru sinni fyrr.“

Viđtal: Guđrún Guđlaugsdóttir.

Lestu fleiri reynslusögur einstaklinga hér.


Ég á VIRK mikiđ ađ ţakka
Mér finnst ég ţví hafa dottiđ í lukkupottinn eftir allt saman, ef svo má segja. En ég hefđi aldrei náđ ţessum árangri án ađstođar VIRK. Trú ráđgjafans og sálfrćđingsins á mér var einn lykillinn ađ uppbyggingunni. Annar var svo auđvitađ hjá sjálfri mér. Ég hafđi allan tímann hugann viđ ađ komast upp, ná árangri. Ég skođađi allt sem gćti komiđ mér ađ gagni. Ég var svo stolt ţegar vel gekk. Hugsađi: „Í dag hef ég tekiđ ţrjú skref!“ Og svo ţegar ég kom nćst til ráđgjafans eđa sálfrćđingsins: „Nú hef ég tekiđ fjögur skref!“ Ţetta var svo mikil áskorun.

Svćđi

  • Guđrúnartún 1 | 105 Reykjavík
  • sími 535 5700
  • Kt. 440608-0510
  • virk@virk.is

Opnunartími skrifstofu: 9:00 - 16:00 (15:00 á föstudögum)